Lýðskrum Framsóknarflokksins

Flestum þykir framsóknarmenn vera ansi bratta í yfirlýsingum sínum.

Fyrir um 20 árum átti að gera Ísland fíkniefnalaust 2000. Þó þeir færu með mikilvæga málaflokka þar á meðal heilbrigðismál, gerðu þeir ekkert í málinu. Þetta var eins og hvert annað rugl sem þessi flokkur hefur því miður náð ótalmörg atkvæði út á.

Nú vill Framsóknarflokkurinn 20% skuldaniðurgreiðslu. Ljóst er að stórtækir skuldabrjálæðingar njóta mesta gagn af þessari bröttu loforðaleið en þeir sem verst standa, kemur þetta að litlu sem engu gagni.

Í Fréttablaðinu í dag segir að Íslandsbanki hafi afskrifað hátt í 500 milljarða. Af þessari fjárhæð voru afskrifaðar um 170 milljarðar sem Bakkabræður höfðu á sínum snærum (Útvarp Saga um 9.30 nú í morgun). Hvað skyldu vildarvinir Framsóknarflokksins notið góðs af?

Lýðskrumið er allsráðandi hjá þessum vandræðaflokki. Framsóknarflokkurinn ber öðrum fremur ábyrgð á gríðarlegu náttúruraski á Austurlandi vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þess má geta að gamall kosningasmali Halldórs Ásgrímssonar fékk jörðina Hól í Fljótsdal fyrir lítið. Var það tilviljun að stöðvarhús Fljótsdalsvirkjunar var byggt í landi þessarar sömu jarðar?

Ef þetta er ekki alvarleg spilling, þá veit venjulegur maður ekki hvað spilling er.

Framsóknarflokkurinn hefur verið í forystusveit þeirra sem spilltastir eru.

Óskandi er að þjóðin megi upplýsast betur um staðreyndirnar áður en það velur þann stjórnmálaflokk sem stýrt er af auðmanni sem byggir auð sinn á hermangsgróða og ýmsum vafasömum athöfnum.


mbl.is Segir heimilin fá leiðréttingu strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er rökstuðningurinn?

Í ljós hefur komið að NA/SV flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli er sáralítið notuð. Hver er þá rökstuðningurinn fyrir nýrri flugbraut af þeim ástæðum í Keflavík?

Ljóst er að veðuraðstæður fyrir flug á Íslandi geta verið stundum erfiðar og flugmönnum stundum allharður skóli. En þeim hefur tekist oft betur en mörgum erlendum starfsfélögum sínum. Langi vel skyldi eg aldrei hvers vegna huglitlir erlendir farþegar klappa eftir vellukkaða lendingu. Áttaði mig á því þegar eg lenti í blíðskaparveðri á flugvellinum á eynni La Palma/Kanaríeyjum fyrir allmörgum árum. Hélt eg um tíma að flugvélin brotlenti en sterkur hliðarvindur var á einu flugbraut vallarins sem búnaður flugvélarinnar virtist ekki gerður fyrir aðstæður sem þessar. 

Góðar stundir. 

  


mbl.is Vilja opna flugbraut í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða saksóttir menn hvítþvegnir af nýjum valdhöfum?

Ekki blasir vel við fylgi stjórnarflokkanna verði niðurstaða kosninganna í samræmi við mismunandi vel unnar skoðanakannanir. Sumar eru jafnvel skoðanamyndandi fremur en að mæla fylgi flokka.

Mjög sennilegt er að ef Framsóknarflokkurinn verði ráðandi í Framsóknarflokknum muni gæðingar flokksins fá „betri“ meðferð en verið hefur. Og ef Sjálfstæðisflokkurinn fer einnig í ríkisstjórn byrji ballið aftur með brask, blekkingar og spillingu á nýjan leik. Sennilega verður byrjað á að fjölga ráðherrum, kljúfa ráðuneytin niður í smærri einingar til að auðvelda helmingaskipti til valda og áhrifa.

Verður frjálshyggjudansinn stiginn að nýju? Hvað verður um  Landsbankann? Verður hann afhentur flokksgæðingum?  Þar sem ríkið á nú aðeins einn banka fær þá hinn flokkurinn Landsvirkjun í sinn hlut til að flokksgæðingar fái einnig fyrir sinn snúð?

Verður vatnið einkavætt þannig að við verðum að greiða flokksgæðingum fyrir afnot vatnsins?

Og verður tekið fram fyrir hendur Sérstaks saksóknara og dómstólanna að ónáða máttarstoðir spillingaflokkana í athöfnum sínum? Verða hvítflybbamönnum gefnar upp sakir, kannski gegn loforði um að greiða í kosningasjóði x-B og x-D?

Eitt er víst: þrátt fyrir gylliboð þá eru markmið þessara flokka ekki þau sömu og þeir gefa í skyn. Hagur hátekjumanna verður tekinn fram fyrir hag venjulegra heimila.


mbl.is Stór mál á dagskrá héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband