Vanhæf tillaga

Athygli ber að vekja á tillögunni:

Annars vegar vantraust og hins vegar felur í tillögunni tillaga að nýrri ríkisstjórn!

Þetta er sami grauturinn í sömu skál Þórs Saaris. Þessa tillögu er hægt að taka til meðferðar á þingi. Hún er þess eðlis að henni verður ekki unnt að framfylgja.

Þessi þingmaður er með öllu vanhæfur og hefur greinilega ekkert lært frá því að hann lagði fyrri tillögu sína fram en dróg til baka.

Hann ætti að sjá sóma sinn í að draga þessa tillögu til baka eins og hún er!

Góðar stundir!


mbl.is Vantrauststillagan lögð fram aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hengja bakara fyrir smið

Hvers vegna beinir Þór Saari ekki vantrausttillögu sinni að Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum? Á þeim bæjum er andstaðan gegn stjórnarskrármálinu sterkust.

Þór er með tillögu sinni að greiða götu braskaraaflanna í samfélaginu sem vilja enga nýja stjórnarskrá enda telja þeir hana hafa hömlur í för með sér hvað frelsi og Frjálshyggju varðar.

Þór er með þessu tiltæki að leggjast á sveif með braskaralýðnum sem hann þó þóttist vera á móti í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma.

Mér finnst satt best að segja Þór Saari til vansa að minnast á útfararræðu. Þær eru af allt öðru tilefni og allt öðru vísi, farið er yfir lífshlaupið og dregnar fram betri minningar um þann sem látinn er og sem taldar eru til góðrar eftirbreytni.

 


Dálítill samanburður á börnum og þingmönnum

Í vetur hefi eg starfað á frístundaheimili þar sem rúmlega 120 börn eru skráð. Oft verður mikill hávaði og skvaldur þar sem hvert barn æpir upp í hróp og köll annarra. Er haft að orði að vandfundinn sé háværari vinnustaður innan marka Mosfellsbæjar.

Að mörgu leyti eru börnin lík þingmönnum. Nema að venjulega talar aðeins einn þingmaður í önnur þar sem stundum eru öll börnin meira og minna að tala og láta til sín taka. En oft er niðurstaðan engin, hvorki á þingi né á frístundaheimilinu. Eða þangað til við starfsmennirnir tökum til okkar ráða, reynum að draga niður í helstu hávaðakrökkunum. Mjög oft er verið að rífast út af litlu tilefni, legokubb eða öðru leikfangi.

Því miður hefur ekki tekist að koma stjórnarskrármálinu í gegn. Það mátti alltaf vita að innan Sjálfstæðisflokksins yrði allt gert til þess að koma í veg fyrir að við íslendingar fengjum nýja stjórnarskrá byggða á mannréttindum og lýðræði í stað þeirrar sem nú er og byggist fyrst og fremst á valdinu. Og því miður fór allt of mikill tími í mál sem skiptir eiginlega engu máli eins og það sem kennt hefur vrið við Icesave. Við hefðum hagnast meira á því að koma því vandræðamáli í höfn fyrir 3 árum eins og líkur voru á. Í ljós hefur komið að nægar innistæður voru alltaf fyrir í þrotabúi Landsbankans til að greiða skuldbindingarnar.Um það mátti aldrei ræða en umræðan blásin upp í tilfinningalegt rugl.

Þessi fjögur ár sem ein besta ríkisstjórn sem við höfum haft, voru fljót að líða. Það verður að segja eins og er að fjölmargt hefur áunnist sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu sennilega ekki náð sama árangri við að leysa efnahagsvandann eftir bankahrunið. Þar var ekki farið í tiltektir með hagsmuni braskaranna sem stjórna þessum gömlu spillingaflokkum meira og minna. En það voru mörg mistök gerð. Sennilega var Magmamálið það sem er afdrifaríkast. Erlendur braskari komst yfir stóran hlut í Orkuveitu Suðurnesja og þar með eignast aðgang að náttúruauðlindum Íslendinga. Þessi erlendi braskari mun þrýsta á meiri nýtingu jarðvarma á Reykjanesskaganum og mun að öllum líkindum leiða til rányrkju og kulnun jarðhitans. Það er nefnilega alvarlegur misskilningur að þessi orka sé endalaus. Jarðhitasérfræðingar hafa varað við að þessi auðlind, jarðhitinn, geti gengið til þurrðar og verði nánast að engu eftir hámarksnýtingu hans í 30-40 ár.

Hvorki þingmenn Framsóknarflokksins né Sjálfstæðisflokksins vildu koma í veg fyrir þetta Magma brask. Það var miklu auðveldara að grafa undan ríkisstjórninni með Icesave því sá áróður gekk betur inn í þá sem eru auðtrúa og vilja ekki gagnrýna það sem þeim þykir óþægilegt. Þetta er fólkið sem leggst hundflatt fyrir fremur léttvægum og yfirborðkenndum áróðri Sjálfstæðisflokksins um að þeir ætli að bjarga hag heimilanna í landsinu, án þess að minnst sé aukateknu orði um hvernig þeir ætla sér það!

Halda þessir menn að kjósendur séu eins og börn sem leggja það í vana sinn að koma öllu í loft upp vegna eins legókubbs?


mbl.is „Útfararræður stjórnarskrárinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband