Kostur að vera í Evrópusambandinu

Ef Íslendingar væru hluti Evrópusambandsins væri ferlið þetta: stjórnmálamenn kæmu hvergi nálægt ferlinu og aðdragandanum að því að mengandi starfsemi verði komið á fót. Sérstakur kon tór í Brussel sér um þessa hluti, embættismenn hafa tékklista þar sem farið er yfir umsóknir. Umsækjandi mengandi starfsemi þarf að sýna fram á að hann hafi tryggt sér athafnasvæði og samþykki viðkomandi stjórnvalds. Þá þarf að sýna fram á að rafmagnsöflun sem og önnur aðkoma að orku og vatni sé tryggt og ekki sýst að mengunarkvóta hafi verið aflað.

Þetta síðasta atriði er mjög sérkennilegt að mengandi starfsemi fái ókeypis aðgang að menga og spilla umhverfi. Talið er að tvöfalt magn af CO2 verði til við vinnslu hvers tonns af áli. Hér á landi er framleiðsla álbræðslanna þriggja um milljón tonn eða við framleiðsluna verður til 2 milljónir tonna CO2. Innan Evrópusambandsins hefur gangverð á hverju CO2 tonni verið um 25 Evrur. Með öðrum orðum gefa íslensk stjórnvöld álbræðslunum um 50 milljónir Evra á ári eða nálægt 8 milljarða. Fyrir þetta mikla fé væri unnt að reka stóran hluta af HÍ.

Og fyrir þetta fé væri unnt að reka Skógrækt ríkisins í um heila öld!

Við þurfum að greiða allskonar umhverfisgjöld en álbræðslurnar fá allt slíkt frítt!

Ef Íslendingar bætu þá gæfu að vera í Evrópusambandinu þá væru þessi mál í góðum höndum. Þá væri ekki möguleiki á spillingu sem mjög líklegt sé fyrir hendi því miður til þeirra stjórnmálamanna sem hafa sýnt hagsmunum álbræðslunnar sérstakan skilning.

Og þá væri grundvöllur að fækka þingmönnum, þ.e. þessum hátekjuþrösurum upp til hópa.

Góðar stundir!


mbl.is Kísilverksmiðjan fari í gang 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannalæti samviskulausra valdamanna

Ljóst er að Norður Kórea getur vart brauðfætt þegna sína. Þeir geta hins vegar lagt óheyrilegar fjárhæðir til að koma sér upp vopnabúnað til að storka nágrönnum sínum í suðri. Einnig er deginum ljósara að Bandaríkjamenn hafa ekki sýnt mikla skynsemi við að reyna að draga úr spennu. Vígbúnaður sunnan manna er einnig umtalsverður og bandarískir vopnasalar sjálfsagt reynt að auka sem mest spennuna. Jú meiri vopnasala skilar meiri gróða.

Það er skynsamleg afstaða Rússa að hvetja deiluaðila að sitja á strák sínum og efna ekki til meiri vandræða en orðið hefur. Það vill enginn endurtaka valdaleik á borð við þann sem hófst aðfaranótt 1. september 1939 þegar annar hernaðarrugludallur hóf stórsókn þýska hersins inn í Pólland. Aðeins tveim dögum síðar lýstu Frakkar og Bretar yfir stríði fremur nauðugir en viljugir enda voru hvoru tveggja tilbúnir í tuskið.

Vonandi rennur upp ljósið fyrir ráðamönnum Norður Kóreu að stríð sem þetta gæti haft ógnvænlegar afleiðingar. Líklegt er að þeir hafi rætt við forystusauði Kína um hugsanlegan stuðning en það gæti orðið til þess að hernaðarátök breiðist út en verði ekki aðeins bundin við Kóreuskagann.

Við verðum að vona að Rússum og öðrum þjóðarleiðtogum takist að koma vitinu fyrir kommana í Kóreu. Þetta stríð verður mjög áhættusamt og með öllu árangurslaust enda tapa allir á stríðsátökum, jafnvel Íslendingar.


mbl.is Norður-Kórea lýsir yfir stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband