23.3.2013 | 17:51
Einn af öngum Kalda stríðsins
Kalda stríðið var ömurlegt í marga staði. Það var hræðilegt að alast upp í ótta um gjöreyðingu heimsbyggðarinnar. Þessi tvö hernaðarveldi, Bandaríkjamenn í Ameríku og Rússar, höfðu allar þjóðir á sínu áhrifasvæði í hendi sér, rétt eins og mús í fjalaketti. Ef einhver sjálfstæð hugsun var sett fram, þá var að vænta að maður var kveðinn í kútinn með einhverri rússagrýlu. Sjalfstæð hugsun mátti hvergi fyrirfinnast.
Þegar Þorskastríðið sem hófst 1. september 1972 var á suðupunkti vorið 1973, réðst múgur á breska sendiráðið eftir mótmælafund á Lækjartorgi. Eg var staddur þar og mér fannst einkennilegt að sjá tryllinginn og ofbeldisdýrkunina sem blossaði upp. Nánast hver einasta rúða í húsinu sem er vestari Sturlubræðrahöllin við Laufásveg, var mölbrotin. Mátti sjá nokkra vaska sveina, marga nú þjóðkunna sem þar hvöttu landa sína til dáða. Síðar kom í ljós að sendiráðsritarinn Bryan Holt var staddur í húsinu og tjáði hann frá að grjót og glerbrot hafi verið alls staðar og mildi að hann stórslasaðist ekki. Það varð honum til lífs að stórt eikarborð varð honum skjól.
Þetta var einkennileg uppákoma. Auðvitað bar íslenska ríkið fulla ábyrgð og á kostnað skattborgara voru glerrúður sendiráðsins endurnýjaðar. Mér fannst þetta vera mikill vansi að svona lagað gæti gerst. Íslenska lögreglan gerði ekkert til þess að koma í veg fyrir þessi ósköp þó svo að okkur beri skylda til að vernda hagsmuni erlends ríkis hvað sendiráð og sendisveitir viðkemur gagnvart ofbeldi og lögleysum sem þessum.
Þessi undirskriftasöfnun um Varið land var að mörgu leyti einkennileg. Þarna var þjóðinni stillt upp við vegg og ekki allar undirskriftirnar fengnar með góðu. Voru miklar umræður um málið og undirskriftasöfnunin gagnrýnd harðlega í fjölmiðlum einkum í Þjóðviljanum. Víða voru þessir undirskriftarlistar frammi á vinnustöðum með vitund og vilja yfirmanna. Þarna gafst kjörið tækifæri að fá staðfestingu á því hvaða skoðanir starfsmenn höfðu. Þessi undirskriftasöfnun tengdist því mjög upplýsingaöflun sem íhaldsöflin á Íslandi gátu nýtt sér vel. Auðvitað voru þeir sem aðhylltust verkalýðshreyfinguna og virkt lýðræði á móti aðferð sem þessari.
Samfélagið á Íslandi var ekki mjög þróað þegar þarna var komið sögu. Þeir sem gagnrýndu og það voru margir, voru margir hverjir lögsóttir einkum fyrir brot gegn ærumeiðingum en þeir sem þátt tóku í skipulagi og framkvæmd þessarar umdeildu undirskriftasöfnunar voru eðlilega mjög í skotlínunni og gáfu kannski tilefni til þess. Þarna voru fulltrúar ýmissa hagsmunahópa sem áttu það sameiginlegt að vera hallir undir hægri menn.
Eigi sakna eg Kalda stríðsins. Þó svo við Íslendingar vorum blessunarlega réttu megin við Járntjaldið, þá voru þetta slæmir tímar. Og enn getum við séð að sumt í áróðri hægrimanna er með beina tilvísun til þessara tíma þegar fólk hafði meiri áhyggjur að drepast úr rússneskri geislavirkni en amerískri.
Áróðurinn er nefnilega lævís og lipur. Við heyrum suma af stjórnmálamönnunum að þeir vilji bjóða kjósendum sínum afslátt á skuldum, gull og græna skóga ef þeir kjósi rétt. En hver á að borga skuldirnar hvort sem óreiðumenn eða skilvísir einstaklingar eiga í hlut? Af hverju lofa þeir ekki einfaldlega góðu veðri næsta kjörtímabil komist þeir til valda? Þeir myndu þá alla vega ekki ljúga meiru en þeir sem boða skuldaaflausn og betri tíð með aukinni stóriðju sem kemur engum að gagni nema álfurstum, bröskurum og verktökum.
Góðar stundir!
![]() |
Þegar þjóðinni var heitt í hamsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2013 | 11:13
Er Grímsfjalla ferðaþjónustan hugsuð sem æfingabúðir kínverska hersins?
Engum heilvita manni dettur í hug að leggja himinháar fúlgur til að byggja ferðaþjónustu á Grímsstöðum með gólfvöll og ýmsu fleiru.
Ferðaþjónustuna er unnt að hafa opna kannski 2-3 mánuði, mesta lagi 4 en reka þarf forréttinguna allt árið!
En auðvitað mætti reka þarna æfingabúðir við erfiðar aðstæður. Getur það verið að hugmynd kínverska fjárfestisins sé að kínversku ferðamennirnir séu í raun og veru hermenn sem mætti þjálfa á þessum hjara veraldar?
Aðstæður eru ákjósanlegar þarna, aftakaveður gengur þarna yfir öðru hverju þegar ekki verður stundað gólf eins og á fögrum sumardegi en unnt að flækjast um á fjöllum, týnast og láta finna sig aftur.
Íslendingar eru margir hverjir tækjagalnir. Þeir eru spenntir fyrir torfæruferðum, slarki og ævintýrum. Sjálfsagt er kínverski fjárfesrtirinn að virkja þessi áhugamál sem landar vorir eru hugfangnir af. Sennilega hefðu ýmsir atvinnu af.
Góðar stundir!
![]() |
Gæti reynst erfitt að spila golf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2013 | 10:57
Sjötugur og eldist vel
Smám saman er að renna upp fyrir stjórnmálamönnum að ferðaþjónusta er að verða aðalatvinnuvegur íslensku þjóðarinnar. Við höfum notið þess að hafa fengið í arf frá bandaríkjamömmu kaldastríðsáranna þennan mikilvæga flugvöll, þessa dýrmætu eign sem við hefðum aldrei haft neina möguleika á að byggja sjálfir. Aðstaða fyrir flugvélar er mikilvæg og undirstaða fyrir ferðaþjónustu.
En við verðum sennilega brátt að fara að huga að byggja upp aðstöðu fyrir millilandaflug á fleiri stöðum. Egilsstaðir eru vel í sveit settir þar sem nánast ekkert þrengir að. Nálæg fjöll eru ekki til trafala, aðflug eins og best verður á kosið og völlurinn er allfjarri sjó sem telst góður kostur. Þá er Akureyri sem er fremur vandræðaflugvöllur að mörgu leyti einkum vegna þess að lengra er þangað frá meginlandi Evrópu og á vetrum er ókostur að þurfa að fljúga yfir hálendið í aðflugi. Þá er ekki víst að Akureyringar myndu sætta sig við mikið vaxandi flugtraffík, enda töluvert mikil hljóðtruflun við flugtak stórra flugvéla.
Umtalsverðu fé hefur verið veitt til rannsókna á Hólmsheiði vegna innanlandsflugvallar þar. Og sýnist margt benda til þess að sá kostur sé að mörgu leyti fremur ókostur.
Á næsta aldarfjórðung og jafnvel fyrr verður að byggja nýjan millilandaflugvöll á Suðurlandi til að létta álagið á Keflavíkurflugvelli sem og ferðaþjónustunni þar. Til greina kemur flugvöllur í Skaftáreldahrauni sem hefur þann kost að flug þangað er um hálftíma skemra en til Keflavíkur. Rannsaka þarf aðstæður þar en líkindi benda til að veðurfarsaðstæður þar séu betri en á Keflavíkurflugvelli. Þetta myndi verða ferðaþjónustu mikil lyftistöng og stórefla alla þjónustu og atvinnu í Skaftafellssýslu. Vatnajökulþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu og hefur allt sem hugurinn girnist: jöklaveröld, eldfjöll, jarðhita, sanda, hraun, jökulár og jafnvel fossa.
Mikilvægt er að þeir stjórnmálamenn sem hafa bundið sinn hug við endalausar virkjanir og stórvirkjanir vakni loksins og geri sér grein fyrir því að unnt sé að auka atvinnulíf landsmanna á mun virkari og hagkvæmari hátt en stóriðudrauma og rafmagnsframleiðslu.
Náttúra landsins er meira virði óvirkjuð en virkjuð í þágu ferðaþjónustunnar!
Góðar stundir!
![]() |
Sjötugur flugvöllur slær met |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 23. mars 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar