Góð tíðindi

Þegar þungaflutningar færðust frá strandsiglingum og yfir á vegakerfið olli það ekki aðeins auknu álagi á þjóðvegakerfið, þá breyttist hagur hafna víða um land til hins verra. Tekjur hafna vegna hafnargjalda drógust stórlega saman að víða olloi vandræðum í rekstri sumra sveitarfélaga.

Gott er til þess að vita að strandsiglingar séu aftur komnar á áætlun enda má reikna með að þungaflutningar séu mun ábatasamari með skipum en flutningabílum enda nýtist flutningsgetan sem best.

En við sitjum uppi með meira  og minna laskað vegakerfi vegna þungaflutninga sem verður okkur dýrt þegar upp er staðið.

Góðar stundir. 


mbl.is Samskip boða nýja siglingaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð og gild sjónarmið

Útreikningar og forsendur geta verið mismunandi. Eg tel að treysta megi Vilhjálmi fyllilega að frara með rétt mál.

Það sem hins vegar ruglar allt eru þessi gríðarlegu lán upp úr byrjun aldarinnar og fram að bankahruninu. Þessi lán voru yfirleitt fengin að láni í formi skammtímalána á lágum vöxtum og endurlánuð með lengri og hærri vöxtum. Það eru einmitt þessi lán sem hækkuðu einna mest.

Ef skuldari stendur í skilum þá er honum borgið því launakjör munu væntanlega elta dýrtíðina að mestu leyti og gott ef ekki betur þegar til lengri tíma er litið.

Vilhjálmur er einn örfárra frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins sem átta sig á þessu.

Góðar stundir. 


mbl.is Óþarfi að setja heilt samfélag á hvolf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konungur lýðskrumaranna

Ekki er ólíklegt að þessum gamalkunna lýðskrumara takist ætlunarverk sitt. Verst er hvernig þessum manni tekst að heilla allt of marga jafnvel mann eins og Davíð Oddsson sem sá vart sólina fyrir þessum afglapa.

Dabbi naut gistivináttu Silvio haustið 2002 og í framhaldi varð martröðin um Kárahnjúkavirkjun sem endaði í bankahruninu.


mbl.is Berlusconi boðar skattaendurgreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband