Var Icesavemálið ofblásið?

Þegar samningarnir um Icesave voru í burðarliðunum var alltaf vitað að útistandandi skuldir gamla Landsbankans voru mjög miklar. Talið var jafnvel að þær stæðu undir öllum skuldbindingunum. Þetta var staðfest núna í haust, sjá Morgunblaðið 6. sept. s.l.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur taldi langhagkvæmast að ganga að samningum við Breta og Hollendinga. Með því væri verið að byggja upp traustið eftir að það varð að engu í bankahruninu. Það er eitt það mikilvægasta í viðskiptum að geta treyst þeim sem við eigum í viðskiptum við. Þannig var áætlað að lánshæfismatið yrði strax okkur hagstæðara frá því að við vorum taldir í svonefndum „ruslflokki“. Þá myndu viðskipta- og vaxtakjör verða okkur hagstæðara fyrir vikið og allt myndi bæta hag íslenska þjóðarbúsins. Því miður sáu ýmsir ævintýramenn íslenskra stjórnmála sér gott tækifæri að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu, Sigmundur Davíð núverandi forsætisráðherra og Ólafur Ragnar. Gripið var til einhverrar mestu herferðar í sögu þjóðarinnar gegn ríkisstjórn og samningar gerðir tortryggilegir. Talað var jafnvel um landráð í þessu sambandi. Nú hefur allt annað komið í ljós, þessi áróðursherferð sem því miður tókst allt of vel hefur reynst okkur ansi dýrt spaug.

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að töfin vegna Icesave hafi kostað Íslendinga a.m.k. 60 milljarða. Það eru hátt í 200.000 á hvern Íslending sem áróður Sigmundar Davíðs hefur kostað okkur, um 1.2 milljónir á hverja vísitölufjölskyldu. Nú hefur sami maður sem er mesti auðmaðurinn á Alþingi lofað í aðdraganda kosninga skuldaniðurfellingu og leiðréttingum án þess að séð verði hvernig þau mál verði. Mjög ófullkomnar efnir kosningaloforða hans eru að vísu komnar fram en gagnast allt of fáum.

Ýmsir erlendir fjármálasérfræðingar hafa gagnrýnt Íslendinga töluvert á undanförnum árum. Þeir hafa með ábyrgum hætti bent okkur á að við lítum allt of mikið á skammtímahagsmuni en gleymum okkur að setja fram raunhæfa stefnu til langframa. Sjálfur hefi eg verið sömu skoðunar. Þegar eg átti hlut í fyrirtækjum eins og Atorku, Existu og bönkunum þá fannst mér vera meira virði að setja fram langtímamarkmið. Á meðan voru stjórnendur á ofurlaunum að glímas við skammtímalausnir sem síðar komu í ljós að var að reyna að bjarga því sem bjargað var og að eta fyrirtækin að innan. Við þessu áttum við venjulegir hluthafaor og lífeyrissjóðir engin svör og engin ráð. Nú er hlutir okkar einskis virði.

Þessir stjórnendur settu landsmenn í þessa erfiðu stöðu sem þó ríkisstjórn Jóhönnu kappkostaði að koma okkur sem fyrst út úr. 

Icesave málið mun að öllum líkindum koma þeim í koll sem blésu það upp á sínum tíma. Þeir fóru mikinn og afvegaleiddu þjóðina.

Sú afvegaleið stendur enn yfir. 


mbl.is Greiða fyrirfram 50 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband