Er heil brú í þessu?

Samtök atvinnurekenda sleit viðræðum við launþegasamtök þegar óskað var eftir fastri krónutöluhækkun. Þar virtist allt verða vitlaust á þeim bæ yfir þvílíkri ofrausn og bent á að þetta gæti haft hvetjandi áhrif að hækka öll laun gegnum allt kerfið. Í staðinn var boðið upp á 2% hækkun launa sem verður að teljast sérkennilegt að boðið er upp á h.u.b. helming vísitöluhækkunar eins og launþegar geti lifað af einhverjum prósentum.

Núna er verið að hækka töluvert launakjör forstjóra Íbúðalánasjóðs. Eins og staðan er í dag þá ætti ekki að vera grundvöllur fyrir launahækkun á þeim bæ. Og skyldi atvinnurekendum eins og launþegum ekki vera einkennilegt að þetta sé á sama tíma og leysa eigi úr launaþrætu með 2% tilboði!

Það verður að segja eins og er að launþegum og atvinnuleysingjum hefur verið sýnd mikil fyrirlitning gegnum tíðina. Við eigum að lifa á einhverjum prósentum þó hver heilvita maður geri sér grein fyrir því að það eykur ekkin kaupmátt launa.

Allir sem hafa skoðað launa- og kjaramál gegnum tíðina þá erum við með handónýtan gjaldmiðil í hönudunum. Og ástæðan er að við erum ekki nægjanlega tengd helstu viðskiptalöndum okkar. Núna sitjum við uppi með ríkisstjórn sem virðist vera óvenju skilningssljó á staðreyndir. Í Stjórnarráðinu er nú stritað við að koma einhverjum fjárlögum í það horf að formsins vegna verði þau án halla. Það getur verið lofsvert en aðferðin við það er venjulegu fólki ógeðfelld. Þetta á að gerast með gríðarlegum niðurskurði á flestum sviðum en breiðu bökunum verður hlíft. Lækka á skatta og ívilna þeim ríku! Munurinn milli ríkra og snauða verður yfirgengilegur.

Þessi ríkisstjórn er að byggja upp nýtt klíkusamfélag sem verður verkalýð landsins óvinsamlegra en nokkur fyrri ríkisstjórn. 


mbl.is Hækkuðu laun forstjóra Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband