Líkklæðin hafa enga vasa

Þegar einhver sem í meira en 60 ár hefur staðið í auðsöfnun og ávaxtað ríkulega sitt pund, þá er dauðinn sem smám saman blasir við. Hver var tilgangurinn með öllu þessu? Fylgir auðsöfnun einhver gleði? Einhver ánægja? Einhver fullnæging? Hvers virði er allur auðurinn þegar dauðinn nálgast? Og gildir einu hversu mikill auðurinn hann er!

Í þýskri tungu segir að líkklæðin hafi enga vasa. Og munu önnur tungumál heimsins hafa svipaða hugsun sem fram kemur í málsháttum, orðskviðum sem og jafnvel daglegu máli, það sem hverjum manni er tamt.

Já líkklæðin hafa enga vasa! Við getum ekki vænst þess að hafa verðmæti þessa heims með okkur í gröfin a og þess vegna til einhvers framhaldslífs sem þó margir óska sér og vænta.

Til hvers er þessi gegndarlausa auðsöfnun?  Er einhver praktískur tilgangur með henni? Og er einhver tilgangur með Frjálshyggjunni sem svo margir lofa og prísa og lofa að þeir séu tilbúnir að hefja heimskustu menn veraldar til að gerast boðberar hennar? Á að gera auðsafnendur að leiðtoga lífs okkar?

Fyrir mér er sósilaismi eina skynsamlega stefnan sem til er. Þar er stefnt að skipta gæðum og auði jarðar á sem jafnastan hátt. Af hverju að mismuna þegnum samfélagsins? Til þess að auðga þá sem nóg hafa fyrir og þrengja hag hinna sem minna mega sín?

Auðsöfnun er eins og hver önnur heimska og heimskuna er ekki unnt að lækna, - því miður! En samt eru allt of margir Íslendingar tilbúnir að velja þá í frjálsum kosningum sem mest vilja mismuna fólki! Eru Íslendingar með öllum mjalla?


mbl.is Ætlar að gefa 500 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband