Ýmsar hliðar á máli sem þessu

Þó svo að hægst sé að skilja aðstandendur þessarar upplýsingaveitu, þá þarf að gæta að ýmsu.

Hafa þeir sem telja sig hafa rétt á að birta neikvæðar upplýsingar um samborgara sína gert sér grein fyrir því að þessir aðilar sem aðgerðirnar beinast að eiga flestir nána aðstandendur og kunningja sem hafa tekið þessi brot nærri sér og eru af þeim ástæðum miður sín? Væntanlega hafa sem flestir brotamenn séð að sér eftir að upp um þá hafa komist, hafa verið dæmdir, sitja af sér dóm og reyna að feta sig áfram eftir „réttu og beinu“ brautinni frá lögleysinu. Þá er ekki útilokað að mistök séu gerð og að aðil/aðilar séu nafngreindir vegna misskilnings eða mistaka og þeir ranglega dregnir inn í þessa svörtu nafnaskrá.

Hafa hlutaðeigendur gert sér grein fyrir að ekki er unnt að útiloka málsóknir og að krafist verði mjög hárra skaðabóta?

Í raun  og veru eru viðkomandi að taka sér lögin í eigin hendur. Þau úrræði eru ekki viðurkennd frá því framkvæmdarvald hófst hér eftir lok þjóðveldisins á Íslandi  með Gamla sáttmála. Í refsirétti kann það að skapa mönnum refsiábyrgð og er rétt að menn verði að treysta lögreglunni og öðrum yfirvöldum.

Nú vil eg taka fram að eg er ekki að taka að mér málsvörn fyrir lögleysi eða refsiverða verknaði. heldur verðum við sem borgarar í frjálsu og kristilegu samfélagi að forðast þær freistingar sem internetið og upplýsingatæknin gefur tækifæri á.

Góðar stundir! 


mbl.is Nöfn mannanna verði fjarlægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekstur Kaupþings var mjög einkennilegur

Skýrsla rannsóknarnefdar Alþingis um aðdraganda bankahrunsins veitir mjög góða yfirsýn hvað var að gerast. Kaupþingbankanum var mjög illa stýrt á þessum árum og hvert klúðrið á fætur öðru. Hvernig stendur á því að bankastjórar veittu breskum braskara, Róbert Tschengis að nafni 46% af öllu því sem lánað var úr bankanum án þess að nokkur króna hafi skilað sér? Hvorki tryggingar né veð hafa bætt hagsmuni þrotabúsins til gríðarlegs tjóns fyrir þær þúsundir Íslendinga sem áttu hlutabréf í bankanum.

Allt hefur glatast í höndunum á þessum mönnum sem nú reyna að klóra í bakkann, ýmist muna ekkert eða telja sig ekkert vita.

Á sama tíma buðu bankar og lánastofnanir íslenskum viðskiptavinum sínum lán í erlendum gjaldmiðli. Þau lán hafa reynst erfiðust og hafa þúsundir orðið gjaldþrota eða lent í mjög miklum erfiðleikum að standa í skilum. 

Og þetta var liðið sem rökstuddi himinhá laun sín vegna þeirrar gríðarlegu ábyrgðar sem þeir höfðu í höndunum!

 


mbl.is Laug í gær eða fyrir fimm árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband