29.11.2013 | 12:20
Hefur Framsóknarflokkurinn skaðað hagsmuni Íslendinga?
Þegar Icesave málið var til umræðu í þinginu lagðist Framsóknarflokkurinn alveg þvert á samþykkt málsins og beitti málþófi til að magna upp deilurnar í samfélaginu. Þáverandi ríkisstjórn taldi sig hafa vissu fyrir því að útistandandi skuldir þrotabús Landsbankans nægðu fyrir skuldunum. Í ljós kom að greiðslur skiluðu sér langt umfram björtustu vonir og má um það lesa í Morgunblaðinu 6. sept. s.l.
Þetta Icesave mál varð eitt af erfiðustu málum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Málþófið og allt masið olli því að tefja endurreisn íslensks samfélags eftir bankahrunið. Við hefðum getað vænst strax hagstæðara lánshæfnismats, betri viðskipta- og vaxtakjara. Við hefðum getað losað fyrr úr gjaldeyrishöftunum enda var allt byggt á því að efla sem mest traust á Íslendingum sem sjálfstæðri þjóð. Þessi töf kostaði okkur að lágmarki 60 miljarða eftir því sem Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað.
Framsóknarflokkurinn tók hins vegar þá einkennilegu ákvörðun að æsa þjóðina sem mest gegn þessum samningum um Icesave. Málið var dregið niður í táradal þjóðrembutilfinninga og gefið í skyn að þessir samningar væru svik. En í raun voru þeir mjög skynsamir sem Sigmundur Davíð vonandi áttar sig á og þori að viðurkenna. Að fá forsetann til að neita staðfestingu, ekki einu sinni heldur tvívegis, er í dag sorglegt dæmi hvernig valdið er stundum misnotað.
Ekki þýðir að ergja sig það sem er í fortíðinni, oft er það að skammsýnin ráði för og í dag horfum við upp á að léttvæg kosningaloforð Sigmundar Davíðs sem færði honum mesta kosningasigurs allt frá dögum Jónasar frá Hriflu, reynast vera mjög óraunhæf og byggð meira og mminna á lofti. Í bifblíunni er stranglega varað við að byggja hús sitt á sandi. Nú átti að byggja heilu borgirnar á lofti og þúsundir trúðu þessu!
Fyrrum voru þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins mun raunsýnni og skynsamari en þeir sem nú prýða þann flokk. Má nefna þá Eystein og Hermann sem voru ætíð mjög úrræðagóðir og fundvísir á góðar leiðir. Af þeim sem síðar komu Þórarinn (Tíma-Tóti), Ólafur Jóhannesson, Ingvar Gíslason og ýmsir fleiri einkum meðal bænda. Þetta voru þingmenn sem voru með jarðsamband en ekki með hugann einhvers annars staðar.
Af hverju Gunnar utanríkisráðherra telji það skaða hagsmuni Íslendinga að birta upplýsingar um samningaviðræður við Evrópusambandið finnst mér vægast sagt mjö0g einkennileg afstaða í lýðræðisþjóðfélagi. Eiga þessar upplýsingar aðeins að vera einkamál örfárra? Eða eigum við sem vonandi enn sem frjálsir borgarar lýðræðisríkis að fá aðgang að þessum upplýsingum? Við getum alveg farið hina leiðina og óskað eftir því að Evrópusambandið birti þessar upplýsingar.
Við getum ekki vænst vitrænnar umræðu meðan Framsóknarflokkurinn liggur á þessum upplýsingum og vill leyna þjóðina því sem þó á að gera, nema ráðherrar Framsóknarflokksins séu farnir að líta á vald sitt eins og í einræðisríki.
Með von um betri tíð.
![]() |
Kann að skaða hagsmuni ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 29. nóvember 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar