Síldin kemur - síldin fer

Í gamla daga voru sérstakir nótabátar notaðir við síldveiðar. Voru tveir bátar með hverju veiðiskipi og lögðu nótina á þann hátt að þeim var róið hvorum hálfhring og síldin þar með umkringd. Með nýrri veiðitækni breyttist þetta og nótabátar heyra sögunni til.

Smábátarnir hafa veitt nokkra tugi tonna en talið er að magn síldarinnar nemi tugum þúsunda tonna. Spurniong er hvort smábátrnir gætu verið í hlutverki nótabátanna gömlu og veiðiskipin biðu átekta á myn ni Kolgrafarfjarðar meðan smábátarnir umkringja síldartorfurnar. Síðan mætti koma togvírum á milli og síldveiðiskipin taka við og draga síldarnæturnar undir brúna þangað sem unnt er að dæla síldinni um borð.

Síldin er mikil verðmæti sem verður að nýta sem best. Það var dapurlegt að ekki var unnt að nýta síldina sem drapst í gríðarlegu magni í fyrravetur. 

Þessari hugmynd er sett á flot og vonandi verða góðar umræður um þessa mögulega lausn. 


mbl.is Sprengingarnar virðast bera árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf gagnrýni frá Danmörku

Íslenskir stjórnmálamenn eru sagðir af Lars Cristiansen aðalhagfræðing Danske bank líta fyrst og fremst til skammtímalausna. Þessi gagnýni á því miður mjög mikið erindi til okkar. Einkavæðing bankanna hér á landi til aðila sem hvorkio höfðu næga reynslu í bankaviðskiptum né höfðu vaðið fyrir neðan sig þegar stefnu þeirra varðaði. Þetta einkavæðingarævintýri varð okkur dýrt spaug.

Því miður er farið að bera á nýju „gullgrafaraæði“ og stjórnvöld virðast engan áhuga hafa fyrir siðvæðingu á þessu sviði. Allt á að vera sem „frjálsast“ hvernig sem fólk leggur skilning á það hugtak.  Hér á landi virðist vera mikið rætt um að Íslendingar vilji ekki hafa skýrar reglur í samfélaginu um sitthvað sem þó öðrum þjóðum þykir sjálfsagt. Þetta er t.d. mjög áberandi í málsvörn þeirra sem vilja koma í veg fyrir fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er nú einfaldlega svo að agaleysi meðal stjórnmálamanna og vissra athafnamanna og jafnvel atvinnurekenda sem er orsökin að því hvers vegna við urðum að súpa seyðið af mjög vanhugsaðri einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þessi einkavæðing var samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem er að mati Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar vægast sagt mjög umdeild framkvæmd þar sem arðsemi virkjunarinnar er langt því frá að vera ásættanleg. Þessi umdeilda framkvæmd leiddi til ofmats á íslensku krónunni en flóð erlends gjaldeyris á þessum stutta tíma vegna fjárfestinga varð of mikið og steig þjóðinni til höfuðs.

Við eigum að hlusta á gagnýni sem er bæði réttmæt og vel rökstudd. Að skella skollaeyrum við þegar aðvörunarbjöllur í eyrum eins og gerðist í aðdraganda hrunsins, er heimska. Því miður virðist ekki vera til nein lækning við heimsku. Við Íslendingar ættum smám saman að læra betur hverjir í stjórnmálunum hafa reynst okkur vel en gleyma sem fyrst þeim sem vilja draga okkur fram í nýtja kollsteypu. Það er nefnilega svo að gróðapungarnir eru komnir aftur á kreik og þeir hafa ekki aðeins auðinn þeir hafa líka völdin.

 


mbl.is „Velja alltaf skammtímalausnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband