27.11.2013 | 18:38
Pólitísk hreingerning á RÚV?
Á sínum tíma á tímum Kalda stríðsins fór fram pólitísk hreingerning beggja megin Járntjaldsins. Allir þeir sem höfðu skoðanir sem ekki voru viðurkenndar eða brutu í bága við vilja valdhafa, voru umsvifalaust vísað úr starfi og þeir ráðnir sem betur þóttu skilja valdhafana. Nú hefur Sigmundur Davíð bæði seint og snemma kvartað sáran yfir því að vera gagnrýndur og jafnvel haft að orði að verið sé að ljúga gegn sjónarmiðum hans. Þetta sagði hann í ræðu í Framsóknarflokknum á dögunum og tilefnið var að hann hugðist opinbera hugmyndir sínar á mögulegum efndum kosningaloforða sem enginn heilvita maður telji að hafi nokkurn tíma verið raunhæf.
Eitt skýrt dæmi um Berufsverbot á Íslandi var í umræðunum um Kárahnjúkavirkjun. Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir sérfræðingur í umhverfismálum var ekki tilbúinn að skrifa undir brattar yfirlýsingar varðandi röskun vegna byggingar virkjunarinnar. Taldi hún að faglegum sjónarmiðum hefði verið stungið undir stól og stjórnvöld teldu allt vera í besta lagi. Þessi ágæti fræðimaður var hrakinn úr starfi hjá Landsvirkjun og spurning hvort hún hafi fengið annað starf hliðstætt annars staðar á Íslandi.
Á tímum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var lýðræði aukið verulega. Við fengum að kjósa mun oftar og farið var eftir þjóðarviljanum. Við fengum meira að segja að velja okkar fulltrúa sem fékk það verkefni að semja drög að nýrri stjórnarskrá. Við áttum að fá að sjá hvað samningaferli við Evrópusambandið biði okkur upp á. Við áttum að fá ný og nútímaleg náttúruverndarlög sem opnuðu leið að koma lögum yfir þá sem ekki virða umgengnisreglur í náttúru landsins. Núna er komin ríkisstjórn sem telur sig eina hafa vald hvernig öllum þessum málum verði skipað eftirleiðis.
Og við skulum ekki gleyma því að þessi ríkisstjórn tekur ákvörðun um að siga lögreglu að friðsömum mótmælendum sem vilja standa sjálfsagðan vörð um náttúru landsins.
Erum við á hraðri leið í átt að fasisma og einræði?
![]() |
Adolf Inga sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2013 | 11:44
Hvað er í gangi?
Nú er spurning hvort verið sé að undirbúa endnalega einkavæðingu RÚV. Íhaldsmenn hafa lengi haft horn í síðu RÚV og kveðið starfmenn þess vera marga hverja halla undir sósíalisma. Eg held að reynsla langflestra hlustenda RÚV að fréttamenn og aðrir reyni að feta þröngan veg sannleikans sem oft er vandfundinn. Stjórnmálamenn vilja gjarnan stjórna sem mestu hversu mikið vit er í því sem þeir eru að gera. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt að hún vill ekki nýja stjórnarskrá nema á forsendum gamla tímans. Hún vill ekki að Ísland tengist meir nágrannalödum sínum. Og ekki má taka ákvörðun eftir undanfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Umhverfismálin á ekki að taka of hátíðlega, allt skal vera í gamla íhaldshorfinu.
Séu stjórnvöld ekki meira með á nótunum að við erum á 21. öld en ekki á tímum fasistma eins og margt vísar til. Ákvörðun Hönnu Birnu að siga lögreglunni á friðsama mótmælendur meðal Hraunavina færði okkur ansi nálægt fasisma. Að siga lögreglu á þá sem hafa aðra skoðun vegna þessarar stjórnvaldsákvörðunar að doka ekki eftir niðurstöðu dómstóla er eins og í hverju öðru einræðisríki þar sem vilji þjóðarinnar er hunsaður. Þetta gerðist á Ítalíu, Rússlandi, Þýskalandi, Spáni, Grikklandi og Chile á síðustu öld. Öll þessi lönd eiga bitra reynslu af skoðanakúgun og ofríki stjórnvalda.
Eigi nú að nota frelsi auðsins til að stjórna landi og lýð, erum við að þokast nær fasismanum. Frelsi í fjölmiðlum þar sem öll sjónarmið geta komist að, þar sem þau eru rædd og yfirveguð er æskilegra en forræðishyggja misviturra stjórnvalda. Þá var lýðræðið að þróast mun hraðar en núverandi stjórnvöldum hugnast. Það má hafa í huga þegar þessar uppsagnir ganga yfir. Hvort þeim verður kápan úr því klæðinu að fjarlægja óæskilega fréttamenn og aðra sem hafa aðrar skoðanir en stjórnvöld vilja, verður að fylgjast gjörla með.
Við skulum athuga að RÚV má aldrei vera málpípa stjórnvalda. Við íslenska þjóðin eigum öll RÚV og við eigum að gera þá kröfu að pólitíkusar séu ekki með sínar krumlur í rekstrinum.
Við áttum góð ár undir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar lýðræðisleg vinnubrögð voru höfð í fyrirúmi.
![]() |
Starfsfólk er lamað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 27. nóvember 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar