Besta ákvörðun þessarar ríkisstjórnar

Vífilsstaðaspítali var byggður í byrjun síðustu aldar eftir uppdráttum og fyrirsögn Rögnvaldar Ólafssonar fyrsta íslenska arkitektsins. Rekstur þessa spítala hefur ábyggilega verið erfiður fátæku samfélagi fyrir meira en 100 árum. Þá var Ísland eitt fátækasta land Evrópu, jafnvel Albanía var lengra komið. 

Fyrir nokkru var rekstri Vífilstaðaspítala hætt vegna samdráttar, nú er vonandi að rofa til, ekki verður unnt að skera meira niður en orðið er.

Að mínu mati er þetta sennilega besta ákvörðun þessarar ríkisstjórnar að hefja aftur rekstur Vífilsstaðaspítala. Hann er bæði traust og fögur bygging en þarfnast nauðsynlegs viðhalds.


mbl.is Gleðiefni að taka húsið í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitasíminn hefði dugað

Í gamla daga var sveitasíminn mikið þarfatól. Allir gátu fylgst með hvað var um að vera aðeins að vera góður hlustandi. Þessi eiginleiki er vart lengur til.

Nú er ljóst að nokkurn tíma tekur lögreglu á Selfossi að aka alla leið upp í Bláskógabyggð oig sérstaklega þegar hált er. Hefði vakthafandi lögreglumaður náð sambandi við bændur í nágrenninu að sinna þessu hefðu þeir ábyggilega brugðist fljótt við og náð að handtaka þrjótana og gera þá skaðlausa uns lögreglan kæmi og handsamaði þá og flytti í tukthúsið. í lögreglulögunum er ákvæði um að lögregla geti kvatt almenna borgara  til löggæslustarfa og þarna hefði það komið sterkelga til greina.

Ljóst er að lögreglan þarf í mörg horn að líta og ekki bætir úr þegar innanríkisráðherra sigar fjölmennri lögreglusveit að handtaka nokkra frioðsama borgara sem eru í mótmælum út af einhverjum vegaspotta sem á að leggja um viðkvæmt hraun til að gera nokkra menn ríkari en þeir eru í dag. 

En nú er sveitasíminn ekki lengur til. Í gamla daga hefði verið brugðist fljótt við og ósóminn stoppaður. 


mbl.is „Blóðslettur um allan bíl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrærigrauturinn

Ekkert skil eg í þessum Framsóknarflokki að vilja stunda einhverja hrærigrautargerð á Alþingi Íslendinga. Þeim hugnaðist ekki að þjóðin fengi nýja stjórnarskrá, ekki mátti halda áfram viðræðum við Evrópusambandið og nú má ekki styrkja náttúruvernd í landinu af því að Framsóknarflokkurinn er á móti öllum framförum.

Þessi einkennilegi flokkur nær völdum með einskisvirði lýðskrumi, nær gríðarlegum árangir í kosningum en sýnir af sér slíkan heimóttarhátt að enginn skilur eitt né neitt hvert þessi flokksnefna er að draga okkur. Forysta þessa flokks vill draga þjóðina inn í einhvern afdal nátttrölla sem eiga að ráða öllu en þjóðin stendur frammi fyrir sennilega friðsamasta valdaráni sögunnar. Við virðumst ekki búa við lýðræði en sitjum uppi með fulltrúa nátttröllanna.

Mætti biðja guðina að forða oss frá hrærigrautargerð Framsóknarflokksins og innleiða lýðræði aftur í landið. 


mbl.is Langar umræður um brottfall laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi viðbrögð

Vel gæti eg trúað að sami ökumaður eigi í hlut og eg lenti einu sinni í leiðindapexi við. Eg var að koma frá Korpúlfstöðum þar sem við hjónin höfðum verið að skoða sýningar listamanna. Nokkur rigning var og „slagaði“ framrúðan svo ekki sást vel út. Ók eg því varlega en jafnskjótt og móðan var farin að gefa eftir jók eg hraðann. Aftan við okkur ók bíll með miklum ljósagangi. Þegar kom yfir brúna yfir Úlfarsá í Staðarhverfi ók þessi ökumaður fram úr okkur og snarstansaði rétt framan við okkur. Mátti engu muna að bílarnir rækust á. Snaraðist ökumaðurinn út úr bíl sínum með miklum munnsöfnuði sem ekki er rétt að rifja upp í öðrum sóknum. Eg spurði manninn einfaldlega hvort hann væri með öllum mjalla, svona hagar sér enginn og ekki væri hann að bæta úr að auka hættuna. Hann snaraði sér inn í bílinn, ók eins og Schumacher í burtu og hefur þessi náungi ekki borið fyrir mín augu síðan.

Ekki kæmi mér á óvart að þetta væri sama ökumaðurinn.

Öllum getur orðið á mistök en er rétt að auka vandræðin með ókurteysi. 


mbl.is Reiddist mjög þegar „svínað“ var á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekur Orkuveita Reykjavíkur kjarnorkuver?

Sennilega má telja flestar mælingar sem fróðleiks sem er einskis virði. Mér þótti kyndugar upplýsingarnar á síðasta rafmagnsuppgjöri, dags. 8.11. s.l.:

„Uppruni raforku OR eftir orkugjöfum árið 2012:

Endurnýjanleg orka 66%, jarðefnaeldsneyti 19%, kjarnorka 15%. Birt skv. reglugerð 757/2012“.

Hvergi er minnst á jarðgufuver eins og þau sem eru á Nesjavöllum og Hellisheiðarvirkjun. Eftir þessu rekur Orkuveita Reykjavíkur kjarnorkuver. Þá er vísað í www.or.is/upprunaabyrgdir

Annað hvort hefur þessi síða ekki verið tengd eða henni hefur verið lokað.

Eg sendi auðvitað strax fyrirspurn en starfsmenn Orkuveitunnar virðast vera svo upptekna að rýna í mæla að þeir hafa ekki enn gefið sér tóm að svara gömlum kalli í Mosfellsbæ. En þetta stendur svart á hvítu á reikningum og tel það vera rétt meðan ekki hefur verið leiðrétt. Ef rétt reynist að Orkuveita Reykjavíkur reki kjarnorkuver þá hefur heldur en ekki verið farið aftan að siðunum og slík ákvörðun tekin á vitundar höfuðborgarbúa. 

Þetta mál er dularfullt að ekki sé meira sagt.

Góðar stundir! 

 


mbl.is Allir samtaka í að pissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband