Á að mismuna fólki?

Eg minnist Rafns sem eins af áhugasömustu kennurum gamla Iðnskólans þar sem leiðir okkar lágu saman í um áratug. Hann var ætíð mikið fyrir að hugsa vel um heilsuna en öryggismál og vinnuvernd var m.a. kennslugreina hans sem honum var falið að upplýsa ungdóminn og verðandi iðnaðarmenn. 

Það er ákaflega dapurlegt þegar sparnaðarleiðir á vegum þess opinbera eru þrautreyndar og látnar bitnar á þeim sem síst skyldi. Kynslóð Rafns hefur skilað sínu til þjóðarbúsins og það er því til mikils vansa ef ekki er unnt vegna einhvers óverulegs sparnaðar að skera niður þjónustu til eldri borgaranna.

Nú gæti eg vel trúað að Rafn riti nýjan kafla um þessa reynslu sína. Rafn er mjög góður penni og hefur náð góðum árangir en hefur verið allt of lítillátur. Hann hefur alltaf verið mikill lífslistamaður og notið þess að vera innan um gott fólk, samstarfsmenn sem aðra.

Jafnframt að senda Rafni mínar bestu kveðjur þá hvet eg borgaryfirvöld og reyndar öll yfirvöld að huga betur að hagsmunum eldri borgaranna. Þeir láta því miður allt of mikið yfir sig ganga en hafa ekki jafnmikla burði að verja sína hagsmuni gegn yfirgangi og misneytingu eins og sjá má af fjárhagslegum samskiptum hjúkrunarheimilsins Eirar við marga af skjólstæðingum sínum. 

Einstaklingur eins og Rafn vill ábyggilega lifa sem lengst í eigin húsnæði meðan heilsa leyfir. Og yfirvöld skulu virða vilja borgaranna og reyna að styðja þá sem best og mest.

Góðar stundir. 


mbl.is Ætti ekki að gjalda þess að líða vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband