1.11.2013 | 18:04
Upplausn samfélagsins í boði nátttröllanna
Eg leyfi mér að líta á núverandi stjórnarherra sem nátttröll sem eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Í sjónvarpinu í gærkveldi var stutt viðtal við slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins sem lýsti yfir að slökkviliðið hafi veitt þessa þjónustu í heila öld og þjónusta slökkviliðs og sjúkraliðs er svo náið að ef á að skilja á milli þá verður þessi þjónusta dýrari en ekki að sama skapi jafngóð. Og hann kvaðst vilja að slökkviliðið gæti sinnt þessari sjúkraliðsþjónustu næstu 100 árin hið minnsta!
Hvernig hyggjast nátttröllin sem nú stýra íslensku samfélagi ná ódýrari, hagkvæmari og jafngóðri þjónustu og nú er veitt? Á kannski að gera þessa starfsemi að féþúfu fyrir einhvern innvígðan greiðanda í kosningasjóð Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins?
Eg var að kíkja í gamla ljóðabók: Kurl eftir Kolbein Högnason bónda í Kollafirði á Kjalarnesi:
Ljóðið heitir Litlir menn og smáir og er 3 erindi og mér finnst það eiga vel við:
Ætli ég þekki þessa menn.
Þeir eru til svo víða.
Fái þeir bein - og önnur enn,
eru þeir til að fara senn
fyrir mál þeir flest þau stríða,
fyrr sem þeir voru að níða.
Hvað þeim er dátt um daga þá
að draga þá niður alla,
áður sem þeirra lán við lá,
lið þeim veittu bezt að ná
í metorða miklu dalla,
mál þeirra um svo fjalla.
Létt þeim finnst, ef því landi er náð,
lyginnar hlutverk stundum.
- Uppskeran verður eins og sáð.
Öll eru svikin mála ráð
á öllum úrslitastundum
inni á klíkufundurm.
Kvæðabókin Kurl eftir Kolbein Högnason kom út 1946 og er merkilegt hvernig hann ræðir um skuggalega ráðamenn sem sitja í svikráðum á klíkufundum.
![]() |
Fara að huga að uppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2013 | 17:30
Leyniþjónusta BNA trompar STASI
Á dögum kalda stríðsins var alræmdasta leyniþjónusta starfandi í Austur Þýskalandi og nefndist Stasi. Þessi leyniþjónusta var ásamt landamæraeftirliti DDR stærstu atvinnurekendur þar eystra, allstór hluti þjóðarinnar var í vinnu við að njósna um nágrannann.
Nú er komið upp að STASI komst ekki með tærnar þar sem leyniþjónusta Bandaríka Norður Ameríku er með hælana. Og þeim er ekkert heilagt ekki einu sinni sjálfur páfinn sem sennilega verður síðastur allra grunaður um hermdarverkastarfsemi.
Venjulegu fólki finnst einkenninileg að unnt sé að veita morð fjár í svona dellu. Meðan ekki er unnt að reka heilbrigðisþjónustu fyrir alla í BNA þá er hægt að reka einhverja dellustarfsemi eins og leyniþjónustu!
Það sem STASI lét eftir sig eru himinháir haugar upplýsinga um nánast hvað sem venjulegur borgari Austur Þýskalands aðhafðist á dögum kommúnismans. Enginn var óhultur fyrir þessum óþverra. En nú er eins og þeir STASI menn séu eins og fermingardrengir miðað við þá stórtæku leyniþjónustumenn BNA.
Nú var þýska kanslaranum Angelu Merkel nóg um. Hún ólst upp í þessu einkennilega og vægast sagt óeðlilega umhverfi þar sem STASI var með nefið niðri í hvers manns koppi. Og eðlilegt er að enni verði orðfall yfir ósvífninni.
Og maðurinn sem fletti ofan af þessu öllu saman er núna í felum í skjóli Rússa. Mér finnst eðlilegt að þessi hugaði maður sem hefur upplýst gjörvalla heimsbyggðina hvað er um að vera í henni veröld. Leyniþjónustumenn BNA vilja sjálfsagt hafa hendur í hári hans, færa í tukthús, pynta og rekja úr honum allar garnir áður en hann verði krossfestur. Það hafa yfirvöld gert við þá sem njóta engra borgaralegra réttinda, eru persona non grata eins og kommúnisminn skilgreindi slíka menn. Nú virðist sem leyniþjónusta BNA vera að taka við hlutverki kommúnismans, STASI og hvað svo sem allur þessi hryllingur nefnist.
Mætti biðja um meira ljós, meiri upplýsingu í það daglega myrkur forheimskunnar sem okkur er ætlað að lifa í!
![]() |
Fullyrðir að páfinn hafi verið hleraður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 1. nóvember 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar