30.10.2013 | 15:18
Sundurlyndi vinstri manna hefur verið vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins
Margir eldri borgarar muna eftir borða sem strengdur var þvert yfir Bankastrætið efst: X-D Vörn gegn glundroða.
Sjálfstæðisflokkurinn reyndist í raun engin vörn gegn þeim glundroða sem bankahrunið og græðgin í samfélaginu skildi eftir sig. Og allt ætlaði um koll að keyra þegar ákveðið var að ákæra Geir Haarde fyrir afglöp í starfi. Hann var talinn hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi sem forsætisráðherra en dæmdur í vægustu refsingu.
Nú þegar Jón Gnarr lýsir yfir að hann sé hættur sem borgarstjóri í Reykjavík þar sem hann vill fremur þjóna listagyðjunni fremur en fröken Reykjavík. Og þá fer mikill hugur um þá sem fylgja Sjálfstæðisflokknum.
Sennilega er Jón Gnarr með skárri borgarstjórum Reykjavíkur. Hann er ekki sérlega pólitískur, hann sóttist eftir vel launuðu starfi sem hann þyrfti ekki að sinna of mikið um. Með því voru ákveðin skilaboð og innst inni er Jón Gnarr fyrir vikið einn sá heiðarlegasti sem setið hefur í stól borgarstjóra.
Því miður ber sagan Sjálfstæðisflokknum ekkert of vel söguna. Ásamt Framsóknarflokknum eru þessir flokkar tengdir alvarlegri spillingu langt aftur í tímann. Völdin hafa glapið mönnum sýn og oft hafa þau verið gróflega misnotuð. Siðvæðing hefur aldrei náð inn fyrir flokksmúrana og er það miður. Ráðamenn hafa metið eigin hagsmuni fram yfir önnur sjónarmið sem vera kunna mikilsverðari.
Íslenskir stjórnmálamenn starfa ekki eftir siðareglum. Þeir hafa frumskógalögmálið í fyrirrúmi, kappkosta í skjóli auðs og áhrifa að koma sér í betri aðstöðu og eru tilbúnir að leggja töluvert undir. Prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins minnir meir á óráðsíu og spillingu í Rómaborg fyrrum en daglegt líf í Reykjavík nú.
Stjórnmálamenn eiga margt eftir ólært, sérstaklega þurfa stjórnmálamenn innan gömlu valdaflokkanna að taka sig á, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þeir mættu lesa sem skyldulesningu ævisögu Páls Jónssonar vegfræðings sem Jón Helgason færði í letur á sínum tíma: Orð skulu standa. Innihaldslaus loforð sem ekki verða efnd ber vott um mjög lélegt siðferði og vitund um muninn hvað rétt er og rangt.
Við lifum á miklum breytingatímum. Þær breytingar eiga að leiða okkur fram á veginn en ekki afvegaleiða okkur inn í einhverja afdali þar sem nátttröllin ráða!
Góðar stundir.
![]() |
Gjörbreytt staða í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2013 | 13:59
Jón Gnarr með skástu borgarstjórunum
Lengst af hafa borgarstjórar í Reykjavík verið pólitískir. Fyrsti ópólitíski borgarstjórinn var Egill Skúli Ingibergsson sem var ráðinn af fyrsta meirihlutanum 1978. Hann var ráðinn eins og hver annar framkvændarstjóri í fyrirtæki og reyndist hann vel. Á hans dögum var ráðist í gríðarlegar hitaveituframkvæmdir þegar Hitaveita Reykjavíkur færði þjónustusvæði sitt til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þessar framkvæmdir voru ákveðnar vegna mjög mikillra hækkana á olíu sem var aðallega notuð til húshitunar í þessum sveitarfélögum. Þessi ákvörðun var hápólitísk en skynsöm enda borgðai þessi framkvæmd sig á skömmum tíma. Að vísu var bókhaldslega séð gríðarlegar hækkanir á skuldaliðum HJitaveitunnar vegna framkvæmdanna en jafnskjótt og notendum fjölgaði skilaði mikið fé inn í sjóði Hitaveitunnar. Veturinn 1981-82 voru skuldir Hitaveitunnar ásamt sprungunum við Rauðavatn aðalkosningamalið hjá Davíð Oddssyni sem vann stórsigur í kosningunum vorið 1982. Þá settist í stól borgarstjóra Reykjavíkur sennilega einn pólitískasti borgarstjóri Reykvíkinga sem fyrst og fremst gætti hagsmuna meirihluta Sjálfstæðisflokksins.
Næsti ópólitíski borgarstjórinn var Þórólfur Árnason. Hann lagði áherslu á að vera borgarstjóri allra Reykvíkinga og það sama má segja um Jón Gnarr sem fyrst og fremst var að sækjast eftir vel launuðu starfi sem hann þyrfti ekkert of mikið að hafa fyrir. Og hann varð að ósk sinni og hefur gegnt þessu starfi með mikillri prýði.
Jón Gnarr hefur vakið athygli víða fyrir frjálsa framkomu og skemmtilegar uppákomur sem að vísu falla ekki öllum í geð, sérstaklega virðulegum borgurum sem eru viðkvæmir fyrir ýmsu sem öðrum þykir sjálfsagt.
Nú hlýtur að hlakka í forystusauðum Sjálfstæðisflokksins sem sjá fram á betri tíma. Þessi staurblinda foringjablinda er skelfileg. Þeir líta á borgarstjóra sinn sem yfirmann fyrirgreiðslupólitíkur og að betur verði unnt að koma ár sinni fyrir borð.
Þá er ólíklegt að allir búi við sama borð.
![]() |
Jón Gnarr hættir í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2013 | 06:29
Sennileg afleiðing?
Í lögfræðinni er glímt við rökfræði. Ef atburður A leiðir til þess að tjónþoli verði til annars tjóns B er þá unnt að sanna að tjón vegna B hafi aðeins orðið vegna undanfara tjóns A?
Í þessu tilfelli er maður sem er á leið í fylgd sjúkrabíls vegna atviks A en lendir í tjóni B og lést er þá það afleiðing vegna A? Svo sannanlega en ekki sennileg afleiðing undir venjulegum kringumstæðum. Tjónið í atburði A er ekki það mikið að jafnast á við mun alvarlegri afleiðinga vegna atburðar B.
Ljóst er að atburður B hefði aðeins orðið eftir að atburður A hefði átt sér stað. Eða var hvor atburðurinn fyrir sigsérstök tilviljun og þá óháður hvor öðrum?
Það er einmitt þetta orsakasamband sem lögfræðingar geta deilt langtímum saman fyrir dómstólum og fært hvor um sig sannfærandi rök fyrir máli sínu.
Þegar eg las þetta rifjaðist upp fyrir mér tímar fyrir nær 40 árum í skaðabótarétti hjá prófessor Arnljóti Björnssyni sem var mikið fyrir að fjalla um þessa hluti: eðlilegt orsakasamband og sennilega afleiðingu. Þarna gafst gott tækifæri til æfinga um rökfærslur. Þarna átti að rökræða án tilfinninga og það varð hin besta íþrótt rétt eins og að tefla. Eg lauk aldrei prófi, eg fékk alltaf dúndrandi hausverk af þessu öllu saman og ákvað að leggja árar í bát.
![]() |
Lést í bílslysi á leið á sjúkrahúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. október 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar