Land frelsisins?

Lengi hefur verið litið á Bandaríkin sem land frelsisins þar sem nánast allt er heimilt. Nú er erlendum ferðamönnum meinaður aðgangur að þekktum ferðastöðum vegna uppákomu í bandaríska þinginu. Nú eru það málssvarar fjármálaaflanna sem vilja taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórn Obama.

Kannki að frelsi peninganna sé metið mikilvægara en ferðafrelsið.


mbl.is Bálreiðir ferðamenn ósáttir við lokanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forsætisráðherra rugludallur?

Mjög erfitt er að sjá einhverjar efndir kosningaloforða forsætisráðherra. Hann er vægast sagt mjög furðulegur í tali og ætla mætti að hann sé undir áhrifum af einhverjum lyfjum. Hann er mjög ómarkviss og óöruggur. Erfitt er að reiða hendur á hvað maðurinn er að segja. En honum virðist hafa tekist að blekkja heila þjóð og komið sér makindalega fyrir í einu æðsta embætti þjóðarinnar eftir furðulegustu kosningaloforð norðan Alpafjalla.

Hann virðist hvorki kunna sér hóf né varkárni í störfum sínum. Var það markmiðið að ná völdum með því að haga sér sem kafbátur á síðasta kjörtímabili? Icesave málið er dæmi um slíkt. Alltaf var vitað að nægir fjármunir voru í þrotabúi Landsbankans til að endurgreiða skuldirnar. Þeir sem ekki trúa því ættu að lesa Morgunblaðið 6. sept. s.l.

 


mbl.is Ísland getur orðið „fyrirmyndarland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herferð Reblúblikana bitnar á ferðafólki

Við sem erum á ferð um Colorado að skoða skóga og ýmsar helstu náttúruperlur í Colorado hyggðumst heimsækja Mesa Verde þjóðgarðinn í dag. Vegna þessarar einkennilegu togstreytu milli Demókrato og Rúbúblikana var allt lokað. Í þjóðgarði þessum eru varðveittar gríðarmiklar minjar um búsetu indíána. Létum við nægja að skoða skóga þar sem náttúruhamfarir hafa gengið um, þurrkar, pödduplágur og aftur þurrkar undir leiðsögu bandarísks skógarvarðar. Á leið okkar mátti auk þess sjá hvar miklir skógareldar óðu um fyrir nokkrum árum.

Ferðin hefur gengið fram úr vonum, frábært veður. Hitinn hefur farið í yfir +20C og nánast heiðskírt alla daga nema s.l. föstudag en þá rigndi og næstkomandi föstudag er aftur spáð rigningu! Skyldi rigna alltaf á föstudögum þar syðra?


mbl.is Segir repúblikana í krossferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband