Vertíð björgunarsveita

Nú sýna margir af sér mannalæti og halda á heiðar og fjöll til að skjóta rjúpur. Áður fyrr voru rjúpur jólamatur fátæklinga sem ekki gátu leyft sér lambakjöt eða sauðakjöt um jólin. Ótrúlega margir bændur á Íslandi átti ekki svo mikinn bústofn að þeir gætu leyft sér einhvern munað.

Afkoma bænda var fyrrum ákaflega bágborin. Sr. Þorkell Bjarnason á Reynivöllum í Kjós lýsir afkomu bænda í Kjós 1885. Á einum bæ voru 3 kýr, 17 ær og 9 gemlingar. Á bænum voru 8 manns í heimili og af þessu varð fólkið að lifa. Aðrir bændur í sókninni höfðu það ekki betra. Ætli þetta hafi ekki verið víðar um land áþekk lífsskilyrði? Um þetta má lesa t.d. í Lesbók Morgunblaðsins 1958, bls.455.

Nú eru veiðimenn yfirleitt vel útbúnir og þokkalega líkamlega á sig komnir. Töluverður kostnaður fyrir veiðimennsku en eitt þarf að reikna með: Björgunarsveitir hafa ekki enn sem komið er, sett upp taxta vegna aðstoðar og björgunar. Þetta er ámælisvert enda víða um lönd sem ekki þekkist annað en að björgunarsveitir rukki fyrir þjónustu sína, a.m.k. einhverju leyti. Þá er möguleiki á að tryggja sig og þá er það tryggingarfélaganna að setja viðskiptavinum sínum skilmála.

Ef sá sem fer á hálendið, tölum ekki vanbúinn og þarf hugsanlega á aðstoð að halda, fer að öllum líkindum ekki vanbúinn og illa undirbúinn.

En með rjæupnaveiðitímanum hefst umdeild vertíð björgunarsveitanna. Sennilega eru ekki allir atvinnurekendur landsins sáttir við að missa kannski 10% af mannskapnum vegna björgunarstarfa glæfralegra samborgara. Atvinnurekendur hafa sýnt mikinn skilning, en dregur hann kannski þann dilk á eftir sér að minna verður úr möguleika að hækka launin?

 


mbl.is Rjúpnaskyttur halda til fjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband