Draugagangur verði endanlega kveðinn niður

Icesave draugurinn hefur verið ein aðalpersónan í íslenskri pólitík eftir hrunið. Ríkisstjórn Geirs Haarde samþykkti fyrsta Icesavesamninginn 11.10.2008 sem hefur verið n.k. ígildi Írafells-Móra síðan. Ófáir hafa óttast Móra þennan, uppvakning sem hefur fylgt þjóðinni sem mara frá hruninu mikla þegar braskarar í boði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skildu allt eftir í rúst.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur unnið þrekvirki að koma efnahagsmálum þjóðarinnar aftur í rétt horf. En sumir stjórnmálamenn með einkum forystusauði Framsóknarflokksins hafa reynt að halda lífi í Írafells-Móra til að hræða líftóruna úr íslensku þjóðinni. Það er nefnilega svo að auðugasti þingmaður sem nú situr Alþingi Íslendinga er einmitt formaður Framsóknarflokksins. Bandalag hans við gamlan framsóknarmann sem nú situr á Bessastöðum virðist hafa borið mikinn ávöxt. Þeir hafa verið ótrúlega samstíga að ætla mætti að sami maður stýri forsetavaldinu og hinum gamaldags Framsóknarflokki.

Það hafa verið lögð stórgrýti á veg þjóðarinnar að betri framtíð. Við gátum fyrir þremur árum fengið mun betri viðskiptakjör ef þetta Icesave hefði verið látið tilheyra sögunni eins og tækifæri þá gafst. Þá hefðu vextir verið lægri, hagvöxtur í landinu meiri sem og erlend fjárfesting. Dregið hefði verið mun hraðar úr atvinnuleysi og allt samfélagið komist fyrr út úr kreppunni. En þetta hentaði ekki framsóknarmönnunum. Þeir vildu kreppuna áfram þrátt fyrir harmakvein heimilanna svo þeir gætu fært sér betur í nyt þau tækifæri sem síðar kynnu að koma þeim í hendur.

Auk þessa legg eg til að þessi steinrunni og margspillti valdaklíkuflokkur Framsókn verði lagður niður, rétt eins og Karþagó forðum daga!

Góðar stundir!


mbl.is Óskar Íslendingum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo þetta var bara prump?

Miðað við alla flugeldasýninguna þá hefði mátt ætla að framsóknarmenn myndu fylgja glamrinu í sjálfum sér eftir. Þá reyndist þetta ómerkilegt prump, já framsóknarprump!
mbl.is Ekkert vantraust frá Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaður um draugagang í gömlum blaðamanni

Ósköp er Óli Björn Kárason seinheppinn. Hann virðist ekki átta sig á því að þessa niðurstöðu í Icesave málinu mátti fá þegar fyrir 3 árum. Allar skuldbindingar gagnvart Icesave munu vera uppfylltar, staðreynd sem sjá mátti fyrir að yrði áður en langt um líður.

Enn er tilraun gerð til að efna til að vekja upp gamaln draug. Þennan draug hugði íslenska ríkisstjórnin kveða niður 11.10.2008 með fyrsta samkomulaginu um Icesave. Við síðari samninga um Icesave kom í ljós, að bjartsýni mætti viðhafa gagnvart eignasafni þrotabús Landsbankans. Útistandandi kröfur hafa endurheimst jafnvel betur en björtustu vonir voru fyrir 3 árum þegar reynt var öðru sinni að kveða Icesave drauginn niður.

Og nú reynir fyrst Sigmundur Davíð og nú Óli Björn Kárason að viðhalda draugatrú Íslendinga.

Icesave draugurinn virðist hafa haft mun meiri áhrif en sjálfur Írafells-Móri. Það virðist vera gjörsamlega vonlaust að leiða þessa draugatrúarmenn fyrir sjónir að draugur þessi er ekki lengur til og hefur í raun aldreri verið til. Enn ætlar þeir félagar að halda við draugatrúnni.

Draugar og vofur sem skelfa heiminn er eins og hvert annað blaður úr fortíðinni sem er nútímafólki til vansæmdar. og það er illur leikur að reyna að hræða fólk og það jafnvel um hábjartan daginn.

Þessi blaðamaður á ekkert erindi á Alþingi. Við höfum enga þörf fyrir draugatrúarmönnum!

Góðar stundir en án drauga!


mbl.is Opnað fyrir nýtt Icesave og tímasprengja tengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband