Tvær leiðir: hvor var betri?

Icesave málið er að öllum líkindum eitt eldfimasta mál Íslandssögunnar sem óhætt má segja hafi skipt þjóðinni upp í tvær fylkingar.

Ljóst er að sýknudómurinn byggist að einhverju leyti á viðbrögðum íslensku ríkisstjórnarinnar. Alltaf var ljóst að þetta mál yrði að leysa, hvernig sem niðurstaðan yrði.

Nú voru 3 milliríkjasamningar gerðir sem allir lutu að því að gera upp um þessi mál. Síðasti samningurinn var sennilega sá skásti og alltaf var vilji ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að reyna til þrautar að fara samningaleiðina. Um það voru skiptar skoðanir og með milligöngu Ólafs Ragnars var efnt til þjóðaratkvæðis og samningarnir kolfelldir. Fullyrða má að þar hafi verið beitt meira rökum af tilfinningu fremur en skynsemi og raunsæi.

Samningarnir lutu að ábyrgð Íslendinga ef útistandandi skuldir og eignir þrotabús Landsbanka dygðu ekki og að allar útistandandi skuldir yrði að afskrifa. Það sem gerðist í bankahruninu var, að Landsbankinn hafði tekið gríðarleg skammtímalán á lágum vöxtum en endurlánað til lengri tíma á mun hærri vöxtum. Auðvitað gekk það svo lengi sem unnt var að framlengja skammtímalánin. Svo fór að það gekk ekki og þá gripu Landsbankamenn til þess að auka innlán með háum innlánsvöxtum í Bretlandi og Hollandi. Meðan traustið var fyrir hendi gekk þetta eftir.

Alltaf var ljóst að Icesave skuldin yrði greidd. Nú þegar hafa um 93% af lágmarksskuldbindingum nú þegar verið greidd af kröfuhöfum og allt bendir til að allt veði greitt og jafnvel meira. Talað hefur verið um að allt að 15-20% innheimtist að auki af útistandandi skuldum gamla Landsbankans.

Eftir þessa dómsniðurstöðu má reikna með að lánshæfismat íslenskra aðila verði okkur hagstæðara en verið hefur. Það var einnig markmið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur með samningunum (Icesave 2 og 3). Þannig að á þessu tímabili frá samningunum og fram til þessa dags höfum við þá verið að greiða hærri vexti af lánunum okkar, allt í boði Ólafs Ragnars og stjórnarandstöðunnar?

Hvor leiðin var betri? Þær voru að sama markmiði en sumir vildu velja leiðina með samningum en aðrir að bjóða öllum heiminum birginn og láta kylfu ráða kasti. Það var mikil áhætta sem nú hefur komið í ljós að hefði getað hefði ekki verið staðið sem best við efndir skuldbindinga.

Góðar stundir!


mbl.is Tekið undir nær öll rök Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð niðurstaða

Mjög líklegt er að ein ástæða þessa hagstæðu niðurstöðu sé vegna þess að íslensk stjórnvöld sýndu að þau vildu leysa þessi mál eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð. Geir Haarde var reikull og ráðvilltur, vissi líklega ekki hvernig átti að taka á þessu máli endu voru ráðgjafar hans meira og minna tengdir fjármálaspillingunni.

Umræðan hér á landi hefur því ótast að miklu leyti á tilfinningum fremur en rökum. Þannig hafa lágmarksinnistæður vegna Icesave reikninganna verið greiddar nánast að fullu eða 93%. Mætti reikna með að þessi mál hefðu verið betur stödd hefði ríkisstjórn Geirs Haarde borið gæfu til að bjarga því sem bjargað var áður en allt fór í vitleysu haustið 2008. Ekki seinna en í febrúar 2008 vissi Davíð Oddsson þáverandi bankastjóri að bönkunum varð ekki bjargað. Í stað þess að hefjast handa, þá var ekkert gert til að forða tjóninu. Hins vegar var umtalsvert „björgunarstarf“ Davíðs síðustu viku fyrir hrunið mikla að ausa hundruðum milljarða í bankana úr sjóðum Seðlabanka án þess að neinar fullnægjandi tryggingar eða veð væru fyrir hendi. Þetta fé er okkur glatað í hendur braskaralýðsins sem bankastjórnaum virðist fremur hafa verið meira umhugað en hagsmunum Seðlabankans.

Nú er sitthvað að skýrast eftir hrollvekju Icesave sem við getum alfarið skrifað á reikning léttlyndra stjórnmálamanna árin fyrir hrun.

Þeir þingmenn sem hafa tengst spillingu hafa ekki riðið feitum hesti frá prófkjörum Sjálfstæðisflokksins.

Góðar stundir.


mbl.is ESA: „Dómurinn var nauðsynlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband