Nýlenduhugsunarháttur

Þessi hugmynd um lagningu sæstrengs er eins og hver önnur hugdetta sem ekki á sér neinn grundvöll. Ef einhvern tímann verði lagður sæstrengur til Evrópu þá verður það til Færeyja og Skotlands. Þangað eru tæplega 1000 km en mun lengra er til Hollands og má ætla að sæstrengur framhjá Bretlandi verði ekki auðvelt.

Hollendingar voru lengi ein af fræknustu nýlenduherrum heims og áttu víða tekjulindir. Einu sinni var flotadeild hlaðin kryddi og silki áleiðis frá Austur Indíum eða sem nú heitir Indónesía og heim til Hollands. Vegna ófriðar milli Englendinga og Frakka þá gátu Hollendingarnir ekki siglt um Ermasund og urðu afð sigla norður fyrir Skotland. Stærsta skipið í þessari flotadeild villtist af leið og strandaði í Skaftafellsfjörum árið 1667. Farmur þess var tryggður fyrir 50 kvartiltunnur af gulli og mun það síðar hafa valdið slæmum misskilningi. Sagt er að skaftfellskir bændur hafi sótt sér timbur og sitthvað úr flakinu næstu 80 ár uns skipið hvarf í sandinn. Mátti lengi vel sjá slitrur úr silki í reiðtygjum og öðru. Eini varðveitti gripurinn er kistulok og er í Skógarsafni eftir að það hafði verið notað í áraraðir sem númeratafla í sunnlenskri kirkju.

Skaði Hoollendinga af Icesave var sennilega mun minni en ætla má enda hefðu þeir mátt hafa vaðið fyrir neðan sig og haft vara á braskinu. En nú vilja þeir hefja brask á nýjan leik og vilja sennilega gera sér leik að Íslendingum.


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þörf á að sprengja fleiri stíflur?

Þessi aðgerð var síðar talin vera réttlætanleg þó hún væri löglaus á sinn hátt. Að taka lögin í sína hendur er refsivert. Þingeyingar áttu lögvarða hagsmuni að gæta en ekki hafði verið samið við landeigendur um byggingu stíflunnar á sínum tíma. Aldrei var talað við þá og þeim boðin samvinna um þessi mál. Virkjunarmenn byggðu og það var sem varð til þess að Þingeyingar vildu róttækar aðgerðir. Mikil málaferli hófust þar sem hátt i 100 manns var ákært en allir voru sýknaðir í Hæstarétti og er þetta ein besta rósin í sögu réttarins. Úr þessu þróaðist fyrstu alvöru náttúruverndarlögin sem sett voru fyrir nær 40 árum: lög um vernd Laxár og Mývatns.

Önnur stífla var reist um líkt leyti og sprengingarnar urðu nyrðra þar sem stöðuvatn er notað sem miðlunarlón. Þetta er stíflan efst í Andakílsá sem rennur úr Skorradalsvatni. Þessi stífla er mikill þyrnir í augum þeirra sem hagsmuni hafa að gæta í Skorradal og vilja koma lífríki Skorradalsvatns aftur í eðlilegt horf. Sem stendur sveiflast yfirborð vatnsins allt að 2 metra sem veldur því að allt lífríkið er meira og minna í rugli. Um þetta má lesa m.a. í Árbók Ferðafélags Íslands frá 2004 sem fjallar um Borgarfjarðrdali eftir Freystein Sigurðsson jarðfræðing.

Þeir sem hefðu áhuga fyrir aðgerðum geta sótt fyrirmynd til hugrakkra Þingeyinga sem á sínum tíma gripu til þessarar frægu aðgerðar.

Vonandi er að Orkuveita Reykjavíkur hlusti á gagnrýni á rekstur Andakílsárvirkjunar sem byggist á þessari umdeildu starfsemi að halda lífríki í Skorradalsvatni í gíslingu. Fram að þessu er m.a. vísað í bágs rekstrar Orkuveitunnar að ekki sé enn komið að því að leiðrétta fyrri mistök. Sjálfsagt er að hóta að rjúfa stíflu þessa verði ekki sjónarmiðum landeigenda í Skorradal ekki sinnt né þeim sem vilja færa lífríkið í fyrra horf. Slíkt er refsilaust meðan ekki er hafist að en Danir orða hugsunina þannig: „tankerne er toldfri“.

Þess má geta að þegar vélbúnaður Andakílsárvirkjunar var ákveðinn, þá voru keyptar túrbínur í virkjunina fyrir mun meira uppsett afl en fræðilega er mögulegt að framleiða! Menn voru mjög brattir rétt eftir heimstyrjöldina síðari og voru menn jafnvel að ígrunda að auka vatnsmagn í Skorradal með því að veita vatni úr Reyðarvatni og draga stórlega úr vatnsmagni Grímsár í Lundareykjardal sem er ein gjöfulasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. Af þessum vatnaflutningum varð sem betur fer ekki og hefðu verið afdrifarík mistök rétt eins og síðar gerðist við vatnaflutningana eystra þegar ákveðið var að byggja Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma.

Því miður er allt of mikil áhersla lögð á byggingu virkjana jafnvel enn í dag. Fyrrum var þetta réttlætt að verið væri að rafvæða sveitirnar. Nú eru menn orðnir ansi léttlyndir og vilja jafnvel virkja sem mest.

Góðar stundir.


mbl.is Sprengjumennirnir í Laxá voru þrír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband