Hvers vegna að skulda?

Því miður er það allt of algengt hjá Íslendingum að reisa sér hurðarás um öxl og geta ekki staðið undir neinum skyldum. Hvernig væri að innleiða betri hugsunarhátt: fremur spara en ekki eyða um efni fram?

Lengi vel eymdi sá hugsunarháttur að ekki borgaði sig að spara: spariféð gufaði upp enda höfum við verið með handónýtan gjaldmiðil frá stofnun Landsbanka Íslands 1886.

Ríki og sveitarfélög fara í innheimtumál eftir mjög vandaðri lagasetningu þar sem fara verður eftir mjög formlegum reglum. Innheimtan er því mjög formleg en þykir kannski sálarlaus.

Þingmanninum Ragnheiði sem eg þekki ekki nema af góðu einu, virðist hafa yfirsést innheimtuaðferðir mafíunnar og uppivörsluhópa sem kenna sig við allt mögulegt. Þar hefur verið beitt hnúum og hnefum, jafnvel líkamlegum þvingunum og meiðingum sem opinberum aðilum beita að sjálfsögðu aldrei.

Mér finnst að þingmenn mættu vanda betur umræðuna og fremur bæta skilning á nauðsyn innheimtu þess opinberra. Hvers vegna þarf að leggja á alla þessa skatta er jú að við gerum kröfur til þess sama opinbera að veita okkur góða og trausta þjónustu.

Best af öllu er að standa ætíð í skilum og stefna aldrei til óþarfa skulda. Skuldahalar hafa oft verið afleiðing bíræfinnar eyðslu og vafasamra fjárfestinga.

Hugsunarhátturinn: „Við borgum ekki“ ætti ekki að vera í fyrirrúmi, fremur: „Við viljum borga en ekki skulda“.

Góðar stundir!

Staddur á Smyrlabjörgum í Suðursveit.


mbl.is Af hverju er ríkið alltaf harðasti innheimtuaðilinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skógur og Skógarfoss

„Þegar einhver villist í íslenskum skógi ætti hann að standa upp“ var lengi sagt um upphaflegu kjarrskógana. Nú er loksins að vaxa upp almennilegur skógur og fólk fer af stasð í vandlætingu að hneykslast á ef skógur er allt í einu að vaxa og dafna.

Þeir sem sjá vaxandi skógi við Skóga og Skógarfoss ættu að líta fremur á rafmagnslínurnar: eru þær stikkfrí í umræðunni? Af hverju erum við að sætta okkur við rafmagnslínur í beinum æpandi línum en agnúust út í gróður jarðar?

Skógur við Skógarfoss á mjög vel saman. Það er ekki verið að eyðileggja fossinn á neinn hátt þó svo að birkiskógur vaxi við veginn.

Eiginlega ættu Íslendingar að læra að nýta sér kosti skógarins til yndis og skjóls. Við gætum náð margfalt betri árangri við ræktun korns og grass ef skjólskógar eru fyrir hendi. Það sannaði Klemens á Sámsstöðum á sínum tíma en fáir vildu hlusta á.

Við getum einnig hamið vindinn með öflugum skjólskógi á vindasömum stöðum t.d. undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, á Kjalarnesi og Hafnarmelm. Þá eru aðrir vindasamir staðir eins og í Öræfum og sums staðar á Suðausgturlandi eins og í Hamarsfirði fyrir vestan Djúpavog en þar sat eg með ferðahóp í gærdag tepptur vegna storms á þeim slóðum.

Það getur verið skiljanlegt að sýna vandlætingu en hún þarf að byggjast á skynsemi og hófsemi. Vandlæting getur farið út í fyllstu öfgar og skal ekki nein dæmi nefnd um slíkt enda blasa þau víða við í daglegu lífi.

Oft er kannski best að þegja en segja eins og segir í vísunni.

Staddur á Smyrlabjörgum í Suðursveit.

Góðar stundir!


mbl.is Skógur skyggir á Skógafoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samanburður við aðstæður á Íslandi

Í gærdag var eg veðurtepptur á Djúpavogi eftir hádegi. Í Hamarsfirði var stöðugur vindur nálægt 25 metrum á sekúndu en fór í hviðum yfir 40 metra á sekúndu.

Nú eru 3600 sek. í klukkutíma hverjum svo auðvelt er að bera saman vindhraða við stöðugan fellibylsvind í Bandaríkjunum. Þegar vindur er stöður 25 m/sek er hraði á klukkustund því 90 km á klukkutíma en hviður hafa farið nálægt fellibylshraða. Við sáum frá Bóndavörðunni við Djúpavog hvernig hafrótið  í fjarska þeyttist hátt í loft upp og var tilkomumikið. Ferðahópurinn sem eg var með hafði aldrei lent í öðru eins stormi. Við lögðum af stað skömmu upp úr kl.18.00 þegar vindhviður voru komnar niður fyrir 30 metra og komust vestur í Suðursveit um hálfníu um kvöldið.

Eyðilegging er gríðarleg í Bandaríkjunum í þessum fellibyljum. Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á að byggja sterkbyggð hús sem þola bæði jarðskjálfta og vond veður. Með því drögum við úr hættu af völdum foks enda munu flestir sem verða fyrir meiðslum í Bandaríkjunum þegar hús eða húshlutar fjúka. Með strangri byggingarlöggjöf ætti að vera unnt að koma í veg fyrir stór áföll og undarlegt að svo sé ekki gert þar vestra.

Staddur á Smyrlabjörgum

Góðar stundir!


mbl.is Ísak stefnir á New Orleans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 244218

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband