Ólafur Ragnar og þingræðið

Ólafur Ragnar hefur verið talinn vera pólitískur refur. Honum hefur tekist það ótrúlega: vafið Sjálfstæðisflokknum um fingur sér jafnframt að gefa þingræðinu langt nef án þess að hann hafi fengið gagnrýni fyrir.

Þegar 70% þingmanna vildi samþykkja samkomulag við Breta og Hollendinga varðandi Icesave, þá fannst honum sjálfsagt að leggja stein í þá braut sátta og farsællrar lausnar. Þá var alveg ljóst að nægir fjármunir voru til að greiða Icesave.

Hann vissi eða mátti vita að hann var að draga þjóðina með sér útí afarvafasaman leiðangur þar sem tilfinningaleg rök og táradalurinn voru meginstefið. Það stóð aldrei til að þjóðin borgaði Icesave.

Sú vafasama söguskoðun virðist hafa orðið til við óskiljanlega rangtúlkun á staðreyndum sem við eigum sennilega eftir að verða okkur mun dýrari leið þegar öll kurl hafat verið dregin til grafar.

Þingræðið var innleitt 1904. Var það afnumið af Ólafi Ragnari? Veit hann betur en yfirgnæfandi meirihluti þingsins? 


mbl.is Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband