Dýrustu menn Íslandssögunnar

Hannes Hólmsteinn hefur reynst þessari þjóð dýr. Hann var með vægast sagt mjög umdeildar skoðanir um frjálshyggjumennina í Chicago og víðar sem stóðu á bak við byltingu Pinochets herforingja gegn Allende stjórninni í Chile haustið 1973, einhverju bíræfnasta valdaráni heimssögunnar. Hannes taldi að þar væri nauðsynlegt að fari fram hagfræði tilraunir hvort þetta frjálshyggju módel skilaði árangri.

Ísland varð síðar í röðinni eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tróð Hannesi bakdyramegin inn í Háskólann. Undirbúinn var jarðvegurinn og valdataka Sjálfstæðisflokksins enn betur undirbúin brátt með Davíð Oddsson og félaga í fararbroddi. „Afrekaskráin“ er þessi: Flaustursleg einkavæðing bankanna, Kárahnjúkavirkjun þar sem 30 fögrum fossum á Austurlandi ásamt öðrum merkum náttúruminjum fórnað á altari Mammons. Við þetta má bæta einstakri stuðningsyfirlýsingu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar við innrásarstríð George Bush í Írak án þess að bera þá ákvörðun undir nokkurn annan.

Hversu oft þarf að rifja upp þessar staðreyndir fyrir Hannesi Hólmsteini án þess að hann þræti á einn eða annan hátt fyrir þröngsýni sína skal ósagt látið.

Í öllu falli er hann ásamt þeim Davíð og Dóra einn dýrasti maður Íslandssögunnar.

Nú er Ólafur Ragnar orðinn hetja íhaldsins og Hannesar Hólmsteins. Óafur fyllir upp í það tómarúm sem Davíð Oddsson skyldi eftir sig í aðdraganda hrunsins. Þó hann hafi verið dubbaður upp í ritstjórastöðu Morgunblaðsins eru áhrif hans á þeim stóli ekki nema skugginn af þeim völdum sem hann hafði.

Því miður virðast allt of margir sem aðhyllast hægri flokkana vilja sjá sterkan mann við stjórnvölinn.

Hefur þessi stóri hópur gleymt hruninu, og aðdraganduanum: græðgisvæðingu þeirri sem Davíð, Dóri og Hannes Hólmsteinn áttu þátt í að koma af stað?

Nú verður haldið áfram að hengja krossa á þjófana. Fyrrum voru ræningjar krossfestir en nú eru þeir heiðraðir með krossum og áþekku fánýti.


mbl.is Segir sigur Ólafs ósigur stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður Ólafs forseta minnst í sögunni?

Margir samfagna Ólafi velgengni í yfirstandandi kosningum en byggist niðurstaðan á réttu mati á aðstæðum?

Enginn forseti hefur nokkru sinni fyrr klofið þjóðina í jafn afmarkaðar fylkingar og Ólafur Ragnar. Hann hefur tekið svari fjárglæframanna og útrásarvarganna. Hann hefur lagt stjórnarandstöðunni vopn í hendur til að grafa undan vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og gert henni mjög erfitt fyrir. Er hann  ábyrgðarlaus valdafíkill sem vill leika sér lengur að valdinu í trássi við helming þjóðarinnar? Hinn helmingurinn virðist elska hann út af lífinu rétt eins og hann sé ímynd hins sterka manns í samfélaginu og fylli upp í tómarúmið sem Davíð Oddsson skildi eftir sig í Sjálfstæðisflokknum og landsmálunum. Vonin mikla hjá íhaldsmönnum í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum er bundin við áframhaldandi stuðning ÓRG að grafa undan vinstri stjórninni. Aðeins stigsmunur er á lýðræðinun og dulbúnu einræði Ólafs þegar hann setur 70% þingheims á hliðarlínuna þegar hann telur sig hafa meiri rétt á að stjórna landi og þjóð. Það gerðist í seinna Icesave málinu.

Pétur læknir á Akureyri orkti í þessu samhengi:

Að þjóðin Láfa færi fórn
finnst mér heldur meinlítið
af því næsta íhaldsstjórn
uppi situr með helvítið.

Heimurinn hefur oft átt í basli við sterka menn sem sýna andstæðingum sínum hörku og óbilgirni. Óskandi væri að við gætum dregið einhvern lærdóm af þeim hörmungum sem þessir sterku hafa leitt yfir land og þjóð. Nægir að nefna Napóléon, Hitler, Mússólíni og Stalín þó svo að þeir hafi verið öllu stórtækari í sínum myrkraverkum en aðrir minni spámenn.

Góðar stundir!


mbl.is Barátta byggð á „ósannindum og níðrógi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband