Hvar voru útgerðarmennirnir?

Einkennilegt er að þeir sem skipulögðu þessi mótmæli virðast hvergi hafa verið nærri. Og talsmenn kvótaeigenda á Alþingi voru heldur hvergi nærri, létu ekki sjá sig hvað þá bregða sér út smástund frá þrasinu á þingi.

Taka má undir sjónarmið Marðar: þessi mótmæli voru missheppnuð. Þau hafa kostað sitt, siglingakostnað tuga skipa til Reykjavíkur. Engar tekjur koma á meðan. Og allur auglýsingaflaumurinn? Ætli sá kostnaður hefði ekki betur verið varið til að skrapa upp í veiðileyfigjaldið?

Veiðileyfigjald er eðlileg greiðsla fyrir afnotarétt að kvótanum. Því miður líta margir útgerðarmenn á kvótann sem „eign“ en ekki afnotarétt. Halldór Ásgrímsson setti kvótakerfið á til bráðabirgða haustið 1983. Illu heilli var það festi í sessi án þess að eigandinn, íslenska þjóðin væri spurð um það.

Nú nær 3 áratugum síðar vill þjóðin fá greiðslu fyrir þennan afnotarétt.

Þetta kvótamál er eitt furðulegasta fyrirbæri Íslandssögunnar og þá sérstaklega sá kafli þegar útgerðarmenn sáu möguleika á að gera sér kvótann að féþúfu og selja hann hæstbjóðenda. Þar áttu stjórnvöld að segja stopp fyrir löngu.

Góðar stundir!


mbl.is Segir fund LÍÚ misheppnaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband