Má treysta þessu?

Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar hefur ekki fylgt þeirri tækniþróun sem verið hefur í samfélaginu. Upplýsingar eru oft illa aðgengilegar þannig að jafnvel nágrannasveitarfélögin eiga fullt í fangi að vita eitthvað um málefni þar sem Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun oft íþyngjandi og jafnvel án vitneskju nágrannasveitarfélaganna. Þannig liggur fyrir að á vegum Reykjavíkurborgar er ákvörðun um að leyfa verktaka að vinna með skurðgröfu uppi á Úlfarsfelli i tengslum við loftnet jafnvel þó svo að Úlfarsfell sé í báðum þessum sveitarfélögum og farið var inn fyrir lögsagnarumdæmis Mosfellsbæjar.

Þetta er grafalvarlegt mál sem jafnvel þarf að sæta opinberri rannsókn. Þarna eru lög og reglur þverbrotnar og yfirvöldum Reykjavíkurborgar til mikils vansa.

Einnig má finna að stjornkerfi Mosfellsbæjar að fylgjast ekki betur með framkvæmdum og eftirliti, jafnvel krefjast stöðvunar framkvæmdar jafnvel með lögbanni ef nauðsynlegt er.

Lög og reglur eru til þess að fara eftir. Okkar samfélag byggist á hugmyndum um réttarríkið þar sem sveitarfélög verða að framfylgja reglum. 

Góðar stundir! 


mbl.is Stefnir á betri aðgang að gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæruleysi til skammar

Því miður virðist kæruleysi vera innjbyggt hjá mörgum. Verktakar þurfa að reikna með kostnaði að flytja og farga afgangi og úrgangi vegna framkvæmda, sérstaklega byggingaverktakar.

Að aka rusli og skilja eftir á stað sem ekki ætlast er til þessa, er forkastanlegt og viðkomandi til vansa. Óskandi er að næst í „skottið“ á þessum aðila og lögum komið yfir hann, honum gert að fjarlægja annað hvort sjálfur eða á hans kostnað þessu rusli.

Þá er annað kæruleysi sem snýr að þeim blaðamanni sem skrifar fréttina. Í millifyrirsögn segir: „Borgin bregðast skjótt við“.

Þetta nær ekki nokkurri átt. Borgin er kvk nafnorð í eintölu en sagnorðið ekki í samræmi við það. Líklegt er að blaðamaðurinn hafi slegið inn „a“ í stað „i“ og fyrirsögnin átt að vera: „Borgin bregðist skjótt við“ sem er eðlilegra. Þetta sýnir kæruleysi blaðamanns að lesa ekki yfir textann áður en hann er hann er sendur út á ljósvakann.

Góðar stundir!


mbl.is Sorp í miðju úthverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband