Á forseti að vera tilraunamaður með valdið?

Doktorsritgerð Ólafs Ragnars fjallar um þróun valds í íslenskri stjórnsýslu á árunum 1845-1918. Upphaf tímabilsins er frá hinu endurreisna Alþingi sem var ráðgefandi þing og endalog tímabilsins er fullveldi Íslands við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á þessu tímabili þróaðist valdið frá tímum danskra yfirvalda og að viðurkenningu Dana fyrir sérstöðu landsins í vissum málum. Um mitt tímabilið fær landið stjórnarskrá og Alþingi fjárforráð. En valdinu eru sett viss mörk, m.a. með því fyrirkomulagi að þinginu er skipt í tvær malstofur og konungur hefur rétt að skipa helming þingmanna í efri deild. Þarna var mjög einkennilegt fyrirkomulag sem átti að tryggja forréttindi yfirstéttarinnar. Í upphafi tímabilsins voru einkum jarðeigendur sem höfðu kosningarétt og kjörgengi en smám saman er kosningaréttur útvíkkaður og stefnt að auknu lýðræði.

Ólafur Ragnar hefur brotið blað í sögu þings og þjóðar. Hann ákvað að taka af skarið ekki einu sinni heldur margsinnis að láta reyna á málskotsrétt forseta með því að neita undirritun laga og vísa máli í þjóðaratkvæði. Í fyrsta skipti beitti Davíð krók á móti bragði, í stað atkvæðagreiðslu ákvað Davíð Oddsson að leggja fram annað lagafrumvarp um sama efni mun mildara en það fyrra. Í bæði seinni skiptin ákvað Ólafur að leggja millilandasamning undir þjóðaratkvæði og mun það vera einsdæmi í lýðræðisríki að svo sé gert.

Með tilfinningaríkum málalengingum um táradal niðurlægingar íslensku þjóðarinnar tókst Ólafi að kljúfa þjóðina með og á móti. Aldrei var minnst á innihaldið og það sem máli skipti heldur voru einhver formsatriði látin ráða för. Þess má geta að forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus aðili rétt eins og ómálga barn sem kann að gera einhvað af sér.

Ólafur hefur breytt Bessastöðum í tilraunastofu hvernig unnt er að leika sér með valdið. Þó 70% þingmanna hafi viljað sýna skynsemi og ljúka Icesave málinu, þá tekst Ólafi öðru sinni að vekja tilfinningalega reiði gagnvart samningunum og nær að kolfella hann. Þó bendir allt til þess að á þeirri stundu hafi verið nægt fé til að greiða upp hverja einustu krónu í þessu skuldamáli og hefði það vissulega komið okkur vel í alla staði að leysa það í eitt skipti fyrir öll. En skammsýnin virðist hafa borið skynseminni ofurliði.

Ýmislegt bendir til að hluti þjóðarinnar vilji lifa í einhverjum furðulegum blekkingaheim þar sem unnt sé að hunsa allt og grafa í sandinn það sem þarf að leysa. Forsetinn hefur sýnt að hann lifir í allt öðrum heimi en flestir Íslendingar. Fyrir honum virðist gilda einu hvort hann taki ábyrgðarlausa ákvörðun eða ekki. Hann talar nokkuð frjálslega um hlutverk sitt sem n.k. „öryggisventil“ sem virðist stundum eiga að virka en annars ekki. Sem dæmi má nefna að þessi „öryggisventill“ virkaði ekki þegar bankarnir voru einkavæddir og hvorki þegar ákvörðun var tekin um Kárahnjúkavirkju  né um stuðning tveggja manna um innrásarstríð í Írak. Voru mörg Evrópuríki sem tóku ekki afstöðu eins og Þýskaland sem var mjög lofsvert í alla staði.

Óskandi er að tilraunum um valdið ljúki sem fyrst á Bessastöðum. Forseti á ekki að vera stríðsherra sumra Íslendinga eins og hægri manna eins og fram hefur komið. Hann á ekki að vera í vasanum á auðmönnum sem leggja ofurkapp að eiga „sinn“ forseta og vilja dubba upp á hann sem lengt og hafa við völd. Ætli ekki sé kominn tími á að breyta til og koma tilraunastofunni til hliðar en hafa forseta sem helst af öllu lætur sem minnst fyrir sér fara. Kannski það sé vænlegast til að sameina þjóðina eftir þær hremmingar sem núverandi forseti virðist hafa kappkostað með gjörðum sínum og athöfnum.

Góðar stundir en án Ólaf Ragnar sem forseta!


mbl.is Vilja draga úr umsvifum forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband