Áróðursbragð íhaldsins

Í grein Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hagnaður útgerðarinnar hafi numið 51 milljarði króna 2010. Undanfarninn áratug hafi tekjuskattur útgerðarinnar numið um 1 milljarði árlega eða um 2% af rekstrarhagnaði útgerðarinnar 2010.

Margir útgerðarmenn falla í þá gryfju að kenna ríkisstjórninni um allt sem aflaga fer í samfélaginu og tekur fulltrúi braskaranna í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson undir þá skoðun, sbr. viðtal við hann í hádegisfréttum RÚV núna rétt áðan.

Og viðtalið við forystusauð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum bendir til að hann er við sama heygarðshornið, steytir hnefana gegn ríkisstjórninni, segir upp rúmlega 40 manns og hyggst selja nýja veiðiskipið. Er þetta eitthvað sem þjóðin þarf að hafa áhyggjur af?

Nei, mjög líklegt að braskhugsunarhátturinn sem er landlægur meðal íhaldsmanna verði viðvarandi. Væntanlega verður stofnað nýtt útgerðarfélag kringum kaup og útgerð þessa skips í eigu sömu aðila til þess fallið að flækja reksturinn í hagræðingarskyni. Lengi vel var þekkt að útgerðin var rekin með reikningslegu tapi í áratugi, alla vega man eg ekki til annars á fyrri árum að nokkuð vit væri í útgerð sem rekin var með bullandi tapi uns kvótabraskið kom til sögunnar. Samt tókst útgerðarmönnum ætíð að berast mikið á og gátu sýnt veldi sitt og auð margsinnis.

Vitað er að útgerðin skuldar yfirleitt fremur lítið vegna skipa og annarra fjárfestinga utan kvótabrasksins. Skuldir útgerðarinnar eru fyrst og fremst vegna kvótakaupa en hverjir seldu? Eru brögð í tafli? Verið að fela gróðann?

Athygli vekur að forsvarsmenn stærsta útgerðarfyrirtækisins almenningshlutafélagsins HBGranda taka ekki þátt í þessari ómerkilegu rógsherferð gegn ríkisstjórninni. Á síðasta aðalfundi greindi Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður frá þessum málum og þó hann hafi dregið fram fremur dökka mynd af veiðileyfagjaldinu þá kom fram í máli hans skilningur gagnvart hugmyndum um það. Enda hefur ríkisstjórnin breytt og dregið allverulega í land frá upphaflegum hugmyndum.

En útgerðin mun halda áfram að sækja sjóinn af kappi hvað sem pólitík líður og færa áfram mikil aflaverðmæti að landi í þágu þjóðarinnar. Kvótinn er eign þjóðarinnar en ekki útgerðarmanna þó svo að honum hafi verið úthlutað af stórhuga stjórnmálamanni að því virðist vera til eignar á sínum tíma en hann hafði engar heimildir að afsala þjóðinni eign sem hann hafði ráðstöfunarrétt á. Réttur til kvóta á að vera afnotaréttur en ekki undirorpinn eignarrétti. Til þess skorti Halldór Ásgrímsson fullkomlega heimildir. Alla vega hefði verið rétt að bera undir þjóðaratkvæði hvort þjóðin væri samþykk að afsala eignarréttinum til kvótagreifanna. Því miður var kvótinn gerður að féþúfu sem stjórnmálamaður eins og Halldór ber fyrst og fremst ábyrgð á. Við hann er að sakast og krefja reiknisskil gjörða sinna.

Áróðursbragð nokkurra íhaldsmanna er eins og hvert annað vindhögg, klámhögg sem hittir fremur þá sem því beita.

Góðar stundir undir farsælli ríkisstjórn! Hún er á réttri leið út úr erfiðleikunum enda hagvöxtur óvíða jafnmikill og hér á landi þrátt fyrir allt svartarausið!


mbl.is Vinnslustöðin segir upp 41
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband