Skoðanankannanir geta verið dulbúinn áróður

Í nánast  öllum réttarríkjum eru lög um skoðanankannanir þar sem skýrar reglur eru um hverjum er heimilt að efna til skoðanakannanna, hvenær og hvernig þær fari fram.

Í mörgum skoðanakönnunum hérlendis eru hagsmunaaðilar sem efna til skoðanakannanna og oft misbrestur að aðferðin sé í samræmi við sanngirni og byggist á réttri og viðurkenndri aðferðafræði.

Þannig þarf að vera tryggt að þeir sem spurðir eru, séu ekki valdir fyrirfram t.d. ur hópi fólks sem vitað er haða skoðun þeir hafa á málefni. Þá er ekki sama hvernig spurt er en „veiðandi“ spurningar eru ekki viðurkenndar. Með „veiðandi“ spurningu er átt við að líklegasta svarið sé falið í spurningunni. Eg hefi t.d. verið spurður í skoðanankönnun þar sem eg vildi ekki gefa upp svar hvort líklegt væri að eg kysi Sjálfstæðisflokkinn!!!!

Spurning eins og þessi er með öllu á skjön við allar þær fræðilegu réttu aðferðir sem almennt eru viðurkenndar. Er furðulegt að þeir hagsmunaaðilar sem standa á bak við skoðanakönnun leyfi sér að setja fram spurningu sem þessa. Spyrillinn á að vera algjörlega hlutlaus og ekki hafa neina möguleika að fá einhverja niðurstöðu sem er þeim í hag sem vill styrkja sig.

Hér á landi er jafnvel verið að framkvæma skoðanakannanir misjafnlega vandaðar fram á síðasta dag. Hagsmunaaðili birtir hana einkum ef niðurstaðan er honum hagstæð annars kannski alls ekki!

Skoðanankannanir geta verið dulbúinn áróður settur fram til að móta skoðanir og ákvörðun þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu og eiga jafnvel erfitt með að taka ákvörðun á eigin spýtur.

Skoðanakannanir hafa því gríðarmikið áróðursgildi og skekkja oft val þeirra sem ekki hafa ákveðið sig.

Við lifum í landi þar sem fjármagnið og völdin hafa lengi átt samleið. Þeim hefur liðist margt en er ekki rétt að tryggja lýðræðið sem best og koma í veg fyrir misnotkun?

Þörf er á lögum um skoðanankannanir hér á landi eins og víðast er í réttarríkjum sem lengra eru komin í þróun lýðræðis en við.

Góðar stundir!


mbl.is Ólafur Ragnar heldur forystunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband