Handónýt stjórnarandstaða

Sumir hafa allt á hornum sér um þau mál sem ríkisstjórnin vill koma í gegn. Stjórnarandstaðan gerir allt til að koma öllum málum í hnút ýmist með endalausu bulli í formi umræðna eða beitir fyrir sig forseta lýðveldisins og LÍÚ sem virðast vera meira og minna í vasanum á vandræðagemlingum sem tengjast braski og hruni.

Athyglisvert að ærlegir útgerðarmenn eins og þeir HBGranda menn koma ekki nálægt þessu bulli. Þeir reka fyrirtæki með mikillri fyrirhyggju og taka ekki þátt í svona dellu eins og áróðursstríð LÍÚ manna sýnir okkur.

Við þurfum á betri stjórnarandstöðu að halda sem sýnir ábyrgð en ekki léttúð og jafnvel ómerkilegum óþverrahætti eins og stundum hefur komið fram.

Nægir þar að nefna þetta Icesave mál sem nú væri úr sögunni með sóma hefði forsetinn staðfest lögin. Nóg er af fjhármunum að borga þessa skuld en hún liggur vaxtalaus í vörslum Englandsbanka. Það gætu þeir fengið vitneskju um sem nenna að kynna sér þessi mál betur en ekki taka undir rætna áróðursbragð stjórnarandstæðunnar.

Það er nefnilega svo að útistandandi lán gamla Landsbankans hafa verið að skila sér og það sér hver vitiborinn maður sem setur sig inn í bankastarfsemi. Icesavereikningarnir komu til þess að mæta erfiðri lausafjárstöðu Landsbankans þegar hagstæð skammtímalán á markaði voru ekki lengur fyrir hendi. Þessir fjármunir eru ekki glataðir eins og áróðursmeistarar hafa haldið fram með forsetann í broddi fylkingar.

En lygin hefur þótt vera þægilegri en sannleikurinn. Verst er þegar fólk trúir lyginni fremur en staðreyndum málsins.

Kannski við þurfum betri stjórnarandstöðu sem sýnir ábyrgð fremur en glannaskap.

Góðar stundir.


mbl.is „Treystum ekki ríkisstjórninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband