Skiljanleg skoðun

Innganga Íslendinga í Nató var mjög umdeild á sínum tíma, undirbúning þessa máls í upphafi Kalda stríðsins verulega áfátt enda urðu mótmæli gegn inngöngunni einna mest hér á landi í öllum þeim löndum sem gerðust aðilar að Nató. Stjórnvöld þess tíma bar ekki sú gæfa að kappkosta og finna friðsamlega leið til að að stefna að þeim markmiðum sem þá voru sett. Ýmsir áhrifamiklir rithöfundar voru settir til hliðar og jafnvel „ofsóttir“ af stjornvöldum. Aukið var á tortryggni í samfélaginu en að draga úr. Má t.d. nefna að vinstri sinnaðir rithöfundar voru sviptir opinberum höfundalaunum og minna þekktum höfundum veittar umbun m.a. fyrir að vera hliðhollir hægri mönnum. Einna grófastar voru ofsóknirnar gegn Halldóri Laxness en skáldsaga hans Atómstöðin var mjög beitt háð á stjórnmálaástandinu eftir heimstyrjöldina miklu.

Þessi mál þarf að kryfja betur og rannsaka, m.a. hvers vegna bandarísk yfirvöld beittu sér gegn Halldóri og komu í veg fyrir að bækur hans voru gefnar út í Bandaríkjunum.

Umsvif Nató hafa ætíð verið umdeild, stundum jafnvel hlægileg eins og þegar Pentagon skipulagði heræfingu í einu stæsta kríuvarpi landsins og soldátarnir urðu að draga sig í hlé enda gerðu kríurnar engan mun á þeim soldátum sem voru að æfa varnir eða árás í návígi.

Auðvitað kann skoðun stjórnar VG að vera nokkuð brött. En hversu raunhæf hún er kann að vera spurning. Aðild að Nató hefur að öllum líkindum reynst fremur betur en illa þó svo að okkur þótti undarlegt að Nató kæmi okkur ekki til aðstoðar í landhelgisdeilum okkar við Breta á sínum tíma. Þá var úrsókn hjótað og þær voru teknar grafalvarlega. Vörn okkar felst einkum í meginmarkmiðum Nató þar sem byggt er á reglunni: Einn fyrir alla og allir fyrir einn: Árás á eitt ríki þýðir árás á öll Natóríkin.

Raunhæft er að við verðum þarna áfram en skerpum á skynsamlegum skilyrðum. Þannig mætti vera settir fram skýrir fyrirvarar á því að við getum aldrei verið þátttakendur í árásarstríði gegn öðrum ríkjum eða hagsmunaaðilum, m.a. vegna fámennis og vopnleysis. Því miður varð það 2003 vegna Íraksstríðs Georgs Bush og Blair hins breska. Það voru ófyrirgefanleg mistök sem aldrei má gerast aftur.

Þá á þátttaka okkar fyrst og fremst að snúast um skilgreind verkefni Landhelgisgæslunnar t.d. um varnir gegn mengun í sjó og önnur verkefni sem snerta öryggi, björgun og hjálparstarf. Hernaðarbröltið á ekki að vera okkar verkefni.

Góðar stundir.


mbl.is Vilja Ísland úr NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband