Þúsundir atvinnutækifæra

Ísland er smám saman að verða vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Ferðaþjónusta er nú í miklum uppgangi og sækja flestir erlendra ferðamenn hingað vegna sérstakrar náttúru  landsins. Við eigum að fara varlega í aukið rask vegna rafmagnsframleiðslu sem gæti skaðað ferðaþjónustuna.

Ljóst er að Reykjanesskaginn er nú nánast fullvirkjaður þegar til lengri tíma er litið. Vísindamenn hafa bent á þetta með rökum. Talið er að jarðhitasvæðið verði e.t.v. í þúsund ár að ná upphaflegum styrk ef meira verði virkjað.

Ber ekki að treysta betur faglegum og varkárum vísindamönnum en áköfum og misvitrum stjórnmálamönnum sem sækjast eftir atkvæðum vegna næstu kosninga?

Reykjanesskaginn býður upp á náttúrufyrirbæri á heimsvísu í örskotsfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli. Jafnvel ferðamenn sem stoppa stutt við, eiga kost á að skoða stórkostlegt landslag Reykjaness.

Spurning er hvort er þjóðarbúinu hagkvæmara til lengri tíma litið: Óbætanlegt rask vegna virkjana og hásennulína eða sjálfbær landnýting í þágu ferðaþjónustu og heimamanna?

Hvað skyldi hafa vera hagkvæmari fjárfesting: 1-3 milljarðar á ári yfir nokkra áratugi í ferðaþjónustu sem vex jafnt en hægt eða meira en 200 milljarða fjárfesting Kárahnjúkavirkjunar á örfáum árum? Sú fjárfesting er að mati forstjóra Landsvirkjunar ekki sérlega hagkvæm.

Góðar stundir


mbl.is Lúxusvandi í ferðaþjónustu 18. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju að hafa dýr og sinna þeim ekki?

Öðru hverju koma upp dæmi sem þessi. Dýr eru lifandi verur sem hafa tilfinningar eins og við. Ef þeim er illa sinnt þá er eitthvað alvarlegt að, ekki aðeins hjá dýrunum heldur einning eigendum eða vörslumönnum þeirra.

Fyrr á tímum reyndu margir bændur að setja á fleira fé að hausti en heybirgðir þeirra gaf tilefni til. Þá var hugsunarhátturinn „þetta reddast einhvern veginn“ varð séríslenskt fyrirbæri. Þá var fátækt og í dag reynum við að forðast að vera með harða dóma. En í dag á þetta ekki að geta átt sér stað.

Við höfum dýraverndunarlög sem eru ágæt ef farið er eftir þeim. Þar eru ákvæði um viðurlög gagnvart slæmri meðferð dýra.Þau geta verið hörð en nauðsynleg. Heimilt er að krefjast í ákæru að viðkomandi verði sviptur rétti að hafa dýr.

Ill meðferð dýra er ófyrirgefanleg og öllum til vansa.

Að sauðfjárhaldi á að standa faglega að og ekki vera baggi á öðrum atvinnuvegum á borð skógrækt. Sauðfjárbændur verða að haga atvinnu sinni á þann hátt að aðrir beri ekki kostnað af eins og raunin hefur oft orðið. Niðurgreiðslur vegna offramleiðslu eiga að heyra sögunni til en fregnir hafa komið fram að greidd hefur verið hálfur þriðji milljarður vegna útflutnings sem nær ekki nokkurri átt.


mbl.is Kindum lógað vegna vanfóðrunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 244220

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband