Aðeins einn tilgangur stjórnarandstöðu

Ljóst er að stjórnarandstaðan grípur hvert tækifæri til að grafa undan ríkisstjórninni. Auðvitað eiga aðildarviðræður að halda áfram meðan engir alvarlegir agnúar koma upp.

„Það skal fram sem fram horfir, meðan rétt horfir“ er haft eftir Páli Vídalín lögmanni (1667-1727). Hann var einn merksti embættismaður, lærdómsmaður og lögspekingur meðal Íslendinga fyrr og síðar, samstarfsmaður Árna Magnússonar handritasafnara og skjalavarðar m.m.

Stjórnarandstaðan er reikul og ráðvillt. Hún veit ekki hvað gera skuli. Hún er yfirleitt á móti öllu sem máli skiptir en það er að koma þessari blessaðri þjóð á lygnari sjó. Allt þarf meira og minna að reisa við eftir óreiðuna sen endaði í bankahruninu og nánast allir töpuðu á, nema ef vera skyldi nokkrir braskarar, dyggir stuðningsmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Sennilega er aðild að EBE skásti kosturinn í erfiðri stöðu. Við erum Evrópuþjóð og eigum að tengjast betur grönnum okkar betur menningarlegum, pólitískum og ekki síst efnahagslegum tengslum en verið hefur. Ella eigum við á hættu að vera gleypt af þeim hagsmunaöflum sem vilja sölsa allt undir sig og verður hvorki maður né mús undanskilin.

Stjórnarandstaðan mætti legja meiri áherslu á að vinna fremur með fremur en móti stjórninni í þeim erfiðleikum sem steðja að okkar samfélagi!


mbl.is Verður að hryggja Ólöfu Nordal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 244220

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband