7.3.2012 | 22:46
Heimspeki eymdarinnar
Það er hreint ótrúlegt að nokkrum heilvita manni hafi dottið í hug sú della að flyta sorp og annan úrgang um langan veg ekki milli landa, heldur heimsálfa til förgunar hér.
Hvaða virðingu bera aðstandendur hugmyndar innflutnings á amerísku sorpi til Íslands fyrir náttúru landsins? Vilja þessir sömu menn sjá framtíð Íslands sem risastóran sorphaug ameríska neyslusamfélagsins? Þar ægir öllu saman og þar kann að leynast sóttkveikjur og aðrar meinsemdir sem flest samfélög vilja vera laus við.
Vel kann að vera að niðurlæging Sjálfstæðismanna á Suðurnesjum sé mikil þessi misserin í efnahagslegum og andlegum þrengingum þeirra þar syðra. Margar vondar hugmyndir hafa verið viðraðar þar á slóðum en þetta er hápunktur þess hugsunarháttar að reyna að græða á sem flestu undir kæruleysislega slagorðinu: að lengi taki sjórinn við.
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og allt það góða fólk sem hafa andmælt þessum afleitu hugmyndum eiga miklar þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þessu máli og mótmæla kröftuglega.
Góðar stundir án amerísks sorps á Íslandi!
![]() |
Segir ólöglegt að flytja inn sorp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.3.2012 | 11:57
Landsdómsmálið
Eitt erfiðasta mál íslenskrar stjórnsýslu er hafið: rannsókn í Landsdómi vegna meintra brota Geirs Haarde fyrrum forsætisráðherra. Greinilegt er að í þessu máli er kappkostað að vanda sem mest til þessa máls og sýnir í hvaða farveg þetta mál er. Þeir sem koma fyrir Landsdóm svara eftir bestu vitund, eru þaulspurðir af saksóknara, verjanda og dómendum. Vel ígrundaðar spurningar eru lagðar fyrir ákærða og vitni á mjög faglegan hátt. Allir sýna stillingu og allt fer fram eins og best má vera. Athygli mína vekur að ekki fer mikið fyrir tilfinningum heldur eru spurningar lagðar fram mjög faglega og sarað með hliðsjón af því.
Ljóst er, að þetta mál fyrir Landsdómi er einsdæmi í sögu landsins. Sagnfræðingar telja þetta mál fyrir Landsdómi hafa mjög mikla þýðingu enda koma þar fram nánari upplýsingar, skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis til fyllingar, staðfestingar og áréttingar.
Í þessu máli reynir á lögfræðilegt fyrirbæri: hvað myndi bonus pater familias eða hinn góði heimilisfaðir hafa gert í sporum Geirs? Nú er hann ákærður fyrir aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins. Hvaða möguleika hafði hann til að koma í veg fyrir kollsteypunja og afstýra þar með bankahruninu?
Nú hefur komið fram að Bretum voru gefin loðin svör og þeim sendar loðnar yfirlýsingar þegar þeir vildu veita aðstoð sína að draga úr umsvifum bankanna. Fram að þessu höfum við einungis vitnisburði Geirs sjálfs og lykilvitna eins og Davíðs Oddssonar.
Spurning er hvort kalla þurfi fulltrúa breskra yfirvalda fyrir Landsdóm? Einhvern veginn finnst mér að framboðinni aðstoð þeirra hafi verið hafnað, rétt eins og þegar skipsstjóri nauðstadds skips er í nauðum neitar aðstoð af því að það kostar. Oft er kallað til aðstoðar þegar það er orðið of seint.
Niðurstaða þessa máls verður ábyggilega mjög mikilvægt í íslenskum dómapraxís og skiptir mestu hvernig dómjurinn verður rökstuddur.
Góðar stundir.
![]() |
Embættismenn vitna í Landsdómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2012 | 10:42
Breski þingmaðurinn ætti að vera rólegur
Eftir að bresk yfirvöld beittu hermdarverkalögunum á Íslendinga haustið 2008 voru allar eignir og innistæður íslensku bankanna frystar. Í Englandsbanka er þetta mikla fé varðveitt á ENGUM vöxtum! Credit og debet á þessum inn- og útlánum eru mjög áþekk þannig að ætti að vera nóg fyrir Icesave skuldunum.
Hefði Ólafur Ragnar ekki með inngripi sínu í ákvörðun 70% meirihluta á Alþingi, þá væru öll þessi erfiðu mál öll afgreidd og þar með úr sögunni. Ólafur vildi afla sér vafasamra vinsælda með tilfinningaþrunginni ákvörðun sinni eftir enn tilfinningalegri mótmæli og andófi á einhverjum umdeildum þjóðernislegum sjónarmiðum.
Þessi mikla fúlga fer ekki út úr Englandsbanka að svo stöddu. Breski íhaldsþingmaðurinn ætti að vera rólegur og ekki falla í sömu gryfju og þröngsýnari hluti Íslendinga með Ólaf Ragnar í broddi fylkingar.
Annars er furðulegt að breski þingmaðurinn blandi saman ólíkum málum sem aðildaviðræður við EBE og Íslendinga eru annars vegar, hinsvegar einkennileg millilandadeila milli Breta og Hollendinga við Íslendinga hins vegar.
Ljóst er, að breski íhaldsmaðurinn spilar á ómerkilegt lýðskrum sem alltaf hefur komið mönnum í koll síðar.
Góðar stundir en án lýðskrums!
![]() |
Vill stöðva greiðslur til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 7. mars 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 244221
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar