Áleitnar spurningar

Í dag fer um 80% framleiddrar raforku í landinu til stóriðjunnar.

Svo virðist vera að megintekjur Landsvirkjunar, Orkuveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur komi eftir sem áður frá almenningsveitum.

Lengi vel hefur verið borið fyrir sig að dreifingarkostnaður sé það mikill til almenningsveitna að það réttlæti mikinn mun á orkuverði. Nú hefur þessi kostnaður lækkað úr 12% niður í 9%.

Þá er einnig áleitin spurning hversu mikið rafmagn hækkaði til almennings eftir að Landsnet kom til sögunnar. Það hlýtur að liggja í augum uppi að óhagkvæmara er að reka tvö fyrirtæki en eitt.

Landsnet er milliliður og tilkoma milliliða hafa alltaf aukakostnað í för með sér.


mbl.is Kostnaður við að dreifa rafmagni lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komum í veg fyrir kvótabrask

Eitt af meginmarkmiðum þessa nýja þingmáls er að koma í veg fyrir að kvóti verði gerður að féþúfu. Markmið upphaflegu kvótalaganna komu ekki í veg fyrir þetta og var litið jafnvel svo á að kvóti væri andlag eignarréttar og mætti handhafi hans gera hvað sem er við hann: veiða fisk, gefa, selja eða afhenda réttinn til fiskveiða.

Þetta gekk þvert á meginhugmynd þjóðarinnar að það er þjóðin en EKKI útgerðarmenn sem eiga kvótann. Þeir hafa hindsvegar tímabundinn afnotarétt og nú á að greiða fyrir þessi afnot þegar vel gengur. Ekki er farið fram á meira!

Athyglisvert er að helst virðist gæta andstöðu við þetta nýja þingmál frá talsmönnum og fulltrúum braskara.

Ljóst er að fiskurinn í sjónum er í eigu þjóðarinnar allrar en ekki handhafa kvóta. Í 18 ár gerði Sjálfstæðisflokkurinn ekkert til þess að draga úr agnúum upphaflega kvótakerfisins og jafnvel var sáttur við brask og annað misjafnt með kvótann. Veðsetnig og sala kvóta jafnvel skilja byggðalög eftir berstípuð þótti alveg sjálfsagt enda sjónarmið braskarans jafnan haft í fyrirúmi.

Núverandi ríkisstjórnn á miklar þakkir skildar að koma þessu mál inn á skynsamlega braut. Auðvitað eru ekki allir sáttir en í heildina litið er ríkisstjórnin á réttri leið.

Andstæðingar þingmálsins eiga að koma með skynsamar og sanngjarnar breytingatillögur hafi þeir þær á takteinum. Annars hafi þeir ekkert vitrænt viðhorf til þessa, ættu þeir að hafa vit á því að sitja á strák sínum og þegja!

Góðar stundir.


mbl.is „Yrði hrein eignaupptaka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband