22.3.2012 | 16:54
Fjölgun ferðamanna
Ferðaþjónusta er að verða smám saman einn mikilvægasti atvinnuvegur á Íslandi. Þökk sé Eyjafjallajökli, Vatnajökli, Heklu og öllum hinum eldfjöllunum, fossunum og hverasvæðunum að ógleymdu öllu því öðru sem heillar ferðafólkið eins og íslenski hesturinn. Meira að segja marglit bárujárnshúsin á Íslandi eiga sinn þátt í að draga ferðafólk hingað til lands.
Lengi vel var það einungis efnamenn sem komu hingað til lands enda var það ekki möguleiki fyrir neina aðra. Ferðalag hingað tók yfirleitt 5-6 vikur að lágmarki enda tók a.m.k. viku að komast hingað með skipi, oft seglskip og síðar gufuskip. Ferðast var á hestum oftast var reiknað með að gullhringurinn hefðbundnasta dagsferð í dag tæki yfirleitt 5 daga, jafnvel lengur! Á fyrsta degi var riðið austur á Þingvöll, næsta dag að Geysi og þann þriðja að Gullfossi og til baka að Geysi, fjórða dag aftur á Þingvöll og síðasta daginn Aftur til Reykjavíkur. Kosturinn við þessa ferðatilhögun var að hvergi þurfti að fara yfir stórár en almennilegar brýr voru ekki byggðar á íslandi fyrr en skömmu fyrir aldamótin 1900 svo sem kunnugt er.
Árið 1905 komu fyrstu skemmtiferðaskipin. Þau komu frá Þýskalandi á vegum þýska skipafélagsins HAPAG. Þá varð vendipunktur í ferðaþjónustunni og enn erum við að vinna að sömu markmiðunum: að greiða götu ferðamannsins.
Í náinni framtíð verðum við að huga að nýjum áfangastöðum til að sýna ferðamönnunum okkar. Fyrir nokkrum misserum komu fram hugmyndir um að gera einn óvenjulegasta helli í Evrópu aðgengilegan ferðamönnum: Þríhnjúkagíg hjá Bláfjöllum. Það væri mjög æskilegt að sú framkvæmd kæmist sem fyrst af stað. Þá er Eldfjallagarður á Reykjanesi mjög góð hugmynd en því miður hefur gríðarlegu miklu landssvæði verið spillt af óþörfu. Við eigum að hafa t.d. á Mosfellsheiði útibú frá Húsdýragarðinum í Reykjavík þar sem ferðafólk getur komist í nánd við húsdýrirn okkar og eins þau villtu eins og hreindýr og refi. Oft hefi eg verið spurður sem leiðsögumaður hvar unnt sé að sjá hreindýr. Þau mætti hafa í þar til gerðri girðingu ferðafólki til sýnis og myndunar.
Fossarnir okkar eru einnig margir, jafnvel í næsta nágrenni. Helgufoss, Tröllafoss og Tungufoss eru í Mosfellsbæ, Þórufoss í Kjósarskarði og mögulegt væri að hafa Dynk aflmesta foss í Þjórsá og Háafoss ásamt Hjálparfossi í Þjórsárdal. Og auðvitað eigum við að setja upp náttúrgripasafn í Perluna, ekkert annað!
Möguleikarnir eru fjölmargir. Við verðum að fjölga sem mest möguleikum ferðafólks jafnframt sem straumur ferðamanna eykst jafnt og þétt.
Góðar stundir!
![]() |
Gullni hringurinn pýramídi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2012 | 10:39
Er héraðsdómur byggður á kórvillu?
Í máli þessu kemur fram að tré sem gróðursett voru fyrir meira en hálfri öld, beri að fella!
Þá kemur einnig fram, að fjölbýlishús hafi verið byggt fyrir tæpum 20 árum og að íbúi í því hafi krafist fyrir dómi að trén á næstu lóð verði að víkja!
Hvernig má það vera, að íbúi fjölbýlishúss hafi meiri rétt en grenitré handan lóðarmarka? Voru grenitrén gróðursett of nálægt lóðamörkum og í trássi við þágildandi byggingareglugerð? Dómurinn byggir á núgildandi byggingarreglugerð nr. 441/1998 þar sem nokkuð stífar reglur gilda um þessi atriði? Með því að vísa í þessa reglugerð frá 1998 er verið að gera ákvæði hennar afturvirka sem nær ekki nokkurri átt!
Það hefur verið dæmigerð lenska hér á landi að fara í mál út af minnsta tilefni og valda jafnvel grönnum sem mestan skaða og álitshnekki.
Sækjandi í þessu máli vissi eða mátti vita af þessum meinta annmarka þegar hann kaupir íbúð í fjölbýlishúsinu. Honum mátti vera ljóst að trén njóta verndar og virðingar.
Vörnin byggist á því að grenitrén séu eign sem varin er af stjórnarskránni sem eiganda er ekki skylt að láta af hendi. Í dag njóta gömul tré verndar og má ekki fella þau nema með mjög ströngum skilyrðum.
Spurning er hvort í þessu tilfelli hefði ekki mátt finna lausn sem gæti hugnast báðum sjónarmiðum. Greinar gamalla trjáa má saga nokkra metra upp eftir stofninum eftir því sem þau vaxa enda leita þau upp til birtunnar. Eftir sem áður veita þau mikið skjöl og öllum yndi m.a. eru gömul grenitré athvarf margra fugla.
Grenitrén eiga mína samúð sem og alls þess fólks sem ann trjágróðri.
Þessum héraðsdómi verður að áfrýja til Hæstaréttar og hnekkja. Hann virðist vera byggður á meinlegri kórvillu.
Dómurinn er á heimasíðu Héraðsdóms Reykjaness: http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201002126&Domur=3&type=1&Serial=1&Words
Góðar stundir!
![]() |
Skylt að fjarlægja grenitré |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2012 | 10:13
Pólitískt hugrekki byggða á skynsemi!
Gjaldeyrishöftin hafa dregið margt einkennilegt fram. Þannig tókst bröskurum að koma hluta af orkulindum þjóðarinnar í hendur erlendra aðila. Geysir Green Energy og REI virðast hafa verið fyrirtæki stofnað í þeim eina tilgangi að hafa fé af venjulegu fólki og lífeyrissjóðunum til að braska með.
Nú þarf Seðlabankinn og stjórnvöld að fara vel og vanda yfir þetta mál, meta áhættuna og kostina og taka í framhaldi skynsamlega ákvörðun! Jón Daníelsson hefur yfirleitt reynst mjög varkár hagfræðingur þó svo að mörgum finnst hann setja stundum fram glannalegar yfirlýsingar. Hugmynd hans um gjaldeyrisuppboð er mjög skynsamleg enda byggist hún á góðum og gildum rökum.
Ljóst er, að efnahagur Íslendinga er þokkalega góður þrátt fyrir allt. Verðmæti útflutnings hefur verið meiri en innflutnings. Tekist hefur að verulegu leyti að rétta af þá slagsíðu sem Þjóðarskútan fékk á sig með bankahruninu. Nú er ásættanlegur jöfnuður milli útflutningsgreina og innflutnings sem við verðum að reyna að takmarka sem mest og miða við raunverulegar þarfir okkar. Óþarfa lúxús og bruðl þarf að stoppa af sem mest enda unnt að spara umtalsverðan gjaldeyri.
Hver er áhættan af að afnema gjaldeyrishöftin? Hverjir hafa hagnað af gjaldeyrishöftunum? Ætli það séu ekki braskaranir?
Góðar stundir!
![]() |
Hægt að afnema höftin á 3 mánuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. mars 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 244221
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar