Einkennileg staða

Elliði bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur uppi vangaveltur að flytja út sorp. Annar bæjarstjóri, Árni Sigfússon virðist hafa uppi hugmyndir um að flytja inn sorp frá Bandaríkjunum til að brenna í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Eitthvað er þetta einkennilegt.

Lengi hefur verið vandamál að farga sorpi. Sjálfur er eg það gamall að muna eftir öskuhaugunum vestur á Eiðisgranda og í Grafarvogi. Þar var rusli ekið á opið svæði og kveikt í öllu saman, m.a. til að koma í veg fyrir mikla fjölgun á rottum sem þangað sóttu eðlilega. Mátti sjá reyk liðast hátt upp í loftið á góðviðrisdögum upp af sorphaugunum.

Síðan var farið að finna aðrar leiðir til að eyða sorpi m.a. að þróa aðferðir að brenna það. En þá komu eiturefna sérfræðingar til sögunnar og uppgötvuðu þá hræðilegu staðreynd að þegar plastefnum er brennt við ófullnægjandi aðstæður, þá myndast dioxín eiturgufur sem valda auknu tíðni krabbameins sem enginn kærir sig um.

Auðvitað nær það engri átt að flytja sorp með ærum tilkostnaði um langan veg. Sú leið sem höfuðborgarbúar hafa farið er sennilega ein sú skásta: með flokkun sorps og endurvinnslu er kappkostað að draga sem mest úr magni og urða það sem ekki er unnt að nýta.

Sveitarstjórinn á Kirkjubæjarklaustri ber fyrir sig að enn hvíli lán á sorpbrennslu þorpsins og spyr hvað verði um þau lán. Auðvitað þarf að skoða þessi mál en það er engin lausn í því að taka upp sorpbrennslu að nýju vitandi um þá hættu sem er samfara þeirri starfsemi. Þar verður að leggja ofurkapp á flokkun sorps og draga sem mest úr sorpmagni og urða það sem ekki verður ráðstafað á annan hátt.

Góðar stundir!


mbl.is „Allt verðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt að varast

Ferðaþjónusta er atvinnuvegur. Hún er vandasöm og ekki allra að sinna henni. Frumskilyrði er að þeir sem vilja stunda ferðaþjónustu verði að vera vel inn í væntingum og þörfum ferðafólks. Mörg mistök hafa verið gerð og er það miður.

Eitt sem betur mætti fara er að tryggja ytri aðstæður gististaða betur og sjá fyrir nauðsynlegum þörfum. Oft hefi eg sem leiðsögumaður þurft t.d. að sækja farþega á gististaði þar sem ekki hefur verið séð fyrir aðkomu hópflutningabíla. Dæmi um þetta eru þessi fremur litlu gistihús sem víða eru í miðbænum og gamla austurbænum. Þannig er eins og Hótel Frón á Laugavegi 24 en ekki er heimilt að aka stórri rútu niður Laugaveginn.  Rútuna þarf að stoppa í næstu hliðargötu meðan farþegar eru sóttir. Hótel Klöpp á horni Hverfisgötu og Klapparstíg er litlu betra. Þarna þarf rútan að stoppa, að vísu er það unnt beint fyrir utan dyrnar en það getur valdið öðrum vegfarendum vandræðum og jafnvel skapað hættu. Í gamla Laugavegsapóteki, Laugavegi 16 er einnig eitt af þessum gistihúsum þar sem ekki er heldur unnt að aka og stoppa rútu. Mörg önnur slæm dæmi er áþekk og allstaðar svipuð vandræði. Svo voru einhverjir braskarar að gæla við hugmynd að byggja tiltölulega stórt hótel í húsasundi neðst á Laugavegi. Má þakka guðunum fyrir að komið var í veg fyrir þau slæmu áform.

Allir gististaðir verða að hafa góðar ytri aðstæður. Þar þarf aðkoma fyrir aðföng, farþega og þjónustu að vera ásættanleg. Annars eiga þessi gistihús einungis að vera einföld og fyrir fólk sem helst er með engan farangur, kannski bakpoka.

Mig langar að nota tækifærið og benda á velritaða grein í Fréttablaðinu í dag eftir Auði Sigurjónsdóttur og Helga Pétursson: „Ferðaþjónusta: atvinnugrein eða móttökunefnd“. Þar er vikið einkum að því hversu við Íslendingar erum eftirbátar margra annarra þjóða hvað ferðaþjónustu varðar.

Góðar stundir!


mbl.is Margir vilja eignast gisti- og veitingahús í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband