Hvers konar hugrekki?

Allt þrasið um Icesave var meira og minna leiksýning, leiksýning til þess gerð að slá ríkisstjórnina út af laginu. Þegar við fyrra samkomulagið var ljóst að eignir þrotabúsins voru vanmetnar og við seinna samkomulagið var fullljóst að eignir yrðu nægar til að fullljúka skuldum.

Þessar staðreyndir hentuðu ekki bóndanum á Bessastöðum. Hann vildi ásamt fjölda andstæðinga ríkisstjórnarinnar grafa undan ríkisstjórninni. Lagt var upp í herferð sem einkenndist af mjög hæpnum og vafasömum áróðri að ríkisstjórnin væri að svíkja þjóðina og fara með allt til andskotans!

Ólafur Ragnar varði doktorsritgerð sína við háskólann í Manchester á Englandi. Hún fjallar um valdið á Íslandi, hvernig framkvæmdavaldið þróaðist og hvernig Reykjavík verður miðstöð valdsins á Íslandi.

Ljóst er að framkvæmdavaldið var alltaf sterkara en dómsvaldið og löggjafarvaldið. Þangað kemur að hruninu. Allt í einu dregur úr umsvifum framkvæmdavaldsins og þá er það sem Ólafur Ragnar vilji snúast á sveif með fjölmiðlavaldinu og veita ráðþrota stjórnarandstöðunni nokkurt liðsinni. Þar með er hann að breyta ímynd forsetaembættisins sem alltaf hefur verið álitið vera hafið yfir pólitískt þras á Íslandi. Nú er Ólafur Ragnar allt í einu orðinn jafnvel valdameiri en húsráðendur Stjórnarráðsins, alla vega í ýmsum veigamiklum málum. Honum hefur tekist sem enginn forvera hans að kljúfa þjóðina í tvær andstæðar fylkingar og er það áhugaverð staðreynd í ljósi sögunnar. Allt í einu er forsetinn sem ætíð hefur verið nánast valdalaus, tekið fram fyrir hendurnar á meirihluta Alþingis og framkvæmdavaldinu.

Það er því áleitin spurning hugrekki hvers er um að ræða?

Hefði Icesave verið afgreitt á sínum tíma, hefði það mál þegar verið leyst. Nú fer það sína leið gegnum dómstóla þar sem Bretar og Hollendingar munu að öllum líkindum gera ítarlegustu kröfur til að fá sem mest fyrir sinn snúð. Sú leið kemur að öllum líkindum til að verða mun dýrari en samningaleiðin.

Mörgum finnst þessi mál vera skýrt dæmi um hvernig menn geta látið tilfinningar og hroka draga sig á tálar og neita að horfast í augu við augljósar staðreyndir.

Í mínum augum er Ólafur Ragnar nokkuð þröngsýnn og skammsýnn maður sem hefur fallið í þá gryfju að vilja leika sér að valdinu.

Góðar stundir!


mbl.is Íslendingar sýndu hugrekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg fullyrðing

Geir Jón fyrrverandi yfirlögregluþjónn og nú frambjóðandi sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög áberandi í liði lögreglunnar í mótmælunum. Hann hafði yfirleitt alltaf mjög ljúflega framkomu, ræddi gjarnan við mótmælendur og oft ræddum við saman, hann sem embættismaður en eg sem mótmælandi. Þessi samtöl voru mjög kurteisleg af okkar beggja hálfu og aldrei hafði eg hugmynd um að nokkur hefði skipulagt þessi mótmæli nema ef vera skyldi Hörður Torfason sem ætíð lagði áherslu á friðsamleg mótmæli enda tilgangurinn ekki annar.

Nú virðist sem Geir Jón tengi þessi mótmæli við n.k. fyrirmæli eða skipun frá einhverjum huldumanni sem situr á Alþingi Íslendinga. Enginn kannast við annað en að hafa mætt á Austurvöll eða annan stað nema á frjálsum og fúsum vilja. Það er því eðlilegt að flestir verði klumsa að ekki sé meira sagt. Hafa sumir jafnvel tengt þessa yfirlýsingu fyrrum yfirlögregluþjónsins við væntanlega valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi fer vonandi minnkandi með hverjum kosningum sem líður enda ábyrgð þess flokks ærin á því erfiða ástandi sem nú er við að glíma.

Ein hlið þessa máls snýr að því hvort embæðttismaðurinn fyrrverandi sé að taka þessa skýrslu saman á launum og að skipun æðri embættismanns, t.d. lögreglustjóra eða einhvers stjórnmálamanns sem vill fá „stimpil“ á andstæðing sinn.

Sjálfur hefi eg tekið þátt í mótmælum árum saman, allt frá því að ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar skók íslenskt samfélag og allt þangað til að búið var að hreinsa til í Seðlabankanum með afsögn stjórnar hans síðla vetrar 2008-9. Á jólaföstunni 2002 hélt eg þrumandi ávarp á Austurvelli, því miður fyrir allt of fáum áheyrendum í kalsaveðri. Þar lagði eg upp af kvæðabálki Jóhannesar úr Kötlum, Sóleyjarkvæði en þá voru rétt hálf öld liðin frá útkomu þess merka kvæðabálks.

Eftir bankahrunið hefi eg ekki fengið neina atvinnu og hefi því frjálslegan tíma. Ef lögreglustjórinn í Reykjavík eða sá sem hefur pantað skýrsluna frá Geir Jón, óskar eftir, þá get eg tekið saman fróðleik fyrir embætti hans um mótmæli undanfarins áratugs, embætti Lögreglustjórans í Reykjavík algjörlega að kostnaðarlausu. Mjög æskilegt er að gagnstæð sjónarmið fái að njóta sín enda munu sagnfræðingar og aðrir fræðimenn framtíðarinnar velta mikið yfir hvað raunverulega gerðist á þessum árum. Þeir eru meira að segja byrjaðir að grafast fyrir orsakir og hafa komist nokkurn veginn að þeirri niðurstöðu að mikið kæruleysi ríkti í landstjórninni á þessum árum, m.a. var fjárhagslegur styrkur landsmanna gróflega ofmetinn og allt gert til þess að trufla ekki vildarvini Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að koma ár sinni betur fyrir borð. Slegið var á alla þá sem höfðu athugasemdir við einkavæðingu bankanna, brask með kvóta og hlutabréf og þar fram eftir götunum. Meira að segja kepptust eftirlitsaðilar að leggjast í „þyrnirósarsvefn“ svo athafnamennirnir fengju að vera í friði með sín brösk.

Upp úr sauð í byrjun október 2008 og þá var allt orðið um seinan eins og öll heimsbyggðin veit um kæruleysi þáverandi yfirvalda.

Við yfirlögregluþjóninn vil eg segja að lokum: Fremur væri meiri þörf á að færa í letur æviminningar en að setja á blað einhverjar getgátur um eitthvað. Við Íslendingar erum bókstaflega sólgnir í vel ritaðar minningar en viljum gjarna hafa þurrar skýrslur og annað þvílíkt til að hafa handhægt á náttborðinu til að grípa til ef okkur gengur illa að sofna á kvöldin.

Góðar stundir!


mbl.is Ekki um rannsókn að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband