Að koma SÉR undan skatti

Útrásarvarganir og fjárglæframenn reyndu allt hvað þeir gátu að koma sér undan skattgreiðslum hér á landi. Oft hefur reynt á hvar menn væru raunverulega búsettir. Hátekjumenn hafa reynt allt til að koma sér undan skattgreiðslum og höfðu meira að segja sér mjög vilhalla stjórnmálamenn sem höfðu skilning á að hátekjumönnum ætti að hlífa umfram ungu lágtekjufólki sem er að basla við að koma sér upp húsnæði fyrir sig og börnin sín ásamt eldri borgurum sem hafa þurft að greiða að tiltölu mjög háa skatta.

Þessir hátekjumenn hafa ekki viljað taka þátt í rekstri þjóðfélagsins en vilja eftir sem áður njóta þess.

Þessir hátekjukarlar hafa enga samúð. Það hefur þurft að auglýsa eftir þeim hjá Interpol svo að þeir mættu í réttarhöld. Af þeirra sjónarhóli er íslenska ríkið eitthvað sem álíka virði og skíturinn.

En nú er loksins að komast skikk á þessi mál. Vonandi!


mbl.is Jón heimilisfastur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísitölufjölskyldan

Í fréttinni segir: „Í úrtaki voru 3.471 heimili, 1.799 þeirra tók þátt í rannsókninni og var svörun 51,8%“.

Af hverju svara ekki þessi rúm 42%? Áhugaleysi? Leti? Tómlæti? Kæruleysi? Sinnuleysi?

Þegar svörun er ekki betri, þá er veruleikinn að öllum líkindum annar.

Góðar stundir.


mbl.is Útgjöldin 443 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má treysta Landsneti?

Fram að því að til þessa fyrirtækisrekstrar var stofnað, voru háspennulínur reknar af Landsvirkjun og Rarik ásamt nokkrum öðrum orkuveitum. Að efna til nýs fyrirtækis með öllum þeim stofn- og rekstrarkosnaði er allt á kostnað neytenda.

Rafmagnssamningar til stóriðjunnar eru negldir niður til lengri tíma. Að vísu rokkar verðið oft í takt við álverð. Nú stefnir í allmiklar framkvæmdir m.a. vegna miður illa ígrundaðs álvers á Suðurnesjum. Þessar framkvæmdir verða væntanlega velt yfir á neytendur ef ekki strax þá fáum við það síðar þó ráðamenn Landsnet segi annað.

Það eru engin heilbrigð rök fyrir því að efna til enn eins álvers. Nú þegar gleypa álverin um 80% af öllu rafmagni í landinu en hverjar eru tekjur landsmanna af þessari miklu rafmagnssölu?


mbl.is Landsnet: Ekki hækkun til almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 244215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband