Hver eru meint afbrot þessa manns?

Þessi maður, Julian Assange, er grunaður og líklega ákærður fyriri að hafa átt þátt í að koma á framfæri ýmsum leyndarskjölum á vegum bandarískra hermálayfirvalda.

Þegar ljóst er, að Bandaríkjamenn hafa um 70% af sölu hergagna í heiminum auk þess að hafa haft stórfelld hernaðarumsvif í heiminum, þá þykir ýmsum hagsmunaaðilum innan BNA vegið gegn sér. Í augum flestra eru brot þessa manns þess eðlis að þau ættu ekki að varða ábyrgð að refsilögum. Hann hefur ekki að því best er vitað með athöfnum sínum með því að gera hernaðarupplýsingar opinberar, gert sig sekan um  nokkuð sem venjulegur borgari getur gerst sekur um. Hann er að miðla upplýsingum um hernaðarumsvif sem teljast jafnvel vafasöm og umdeild en hafa sennilega verið fengin með aðstoð fyrrum yfirmanns í bandaríska hernum sem í dag hefur verið upplýst að hafi sætt mjög ámælisverðri meðferð í varðhaldi að Amnesty International hefur gert athugasemdir við.

Þegar svo stendur á, þá er greinilegt að mannréttindi kunna að hafa verið brotin gagnvart þessum mönnum. Meðferð fanga og ófrjálsra borgara sem ekki samræmist ákvæðum mannréttindasáttmála né eðlilegri málsmeðferð.

Í réttarríki er eðlilegt að ákæruvaldinu beri sönnunarbyrðin um að meint afbrot hafi verið framin. Í þessu máli er ekki ljóst hver glæpurinn er.

Óskandi er að alþjóðasamfélagið leysi þessa menn úr haldi. Þeir hafa siðferðisleg rök fyrir breytni sinni, að fletta ofan af meintri misbeitingu hervalds. Þetta þarf að skoða nánar og þá með aðild International Amnesty.

Góðar stundir.


mbl.is Örlög Assange í höndum Svía og Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endurtekur sig

Fyrr á tímum enduðu margir landar okkar í síkjunum í Kaupmannahöfn. Rit Björns Th. Björnssonar Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn segir frá ýmsum atburðum í sögu landa okkar og ekki allar fagrar. Því miður. Margir hverjir náðu ekki fótfestu í lífinu, áttu erfitt af ýmsum ástæðum sem afkomendur íslenskrar sveitamenningar með aðlögun í þessari sívaxandi stórborg.

Því miður virðist sem sagan endurtaki sig. Sumir þjóðfélagsþegnar virðast ekki rata rétta leið og lenda í vandræðum. Sennilega er besta ráðið að kappkosta að eyða aldrei meiru en aflað er og að forðast að sökkva sér í skuldir og neyslu vímuefna.

Vonandi gengur allt að óskum, landar okkar nái heilsu og einnig áttum.

Góðar stundir!


mbl.is Íslenskri konu bjargað naumlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendingin að sunnan

Ekki er ósennilegt að þetta bragð formannsins muni koma Framsóknarflokknum endanlega út úr íslenskri pólitík. Þegar nokkuð ljóst er að fokið er í flest skjól fyrir þá sem vilja komast upp með fremur ómerkilegt gaspur og glamuryrði undir yfirskyni gamallrar bændamenningar fyrir sunnan, þá reyna þeir að krafsa sig áfram með því að bjóða sig fram í einu höfuðvígi bændamenningarinnar á Íslandi. En eitt hefur Sigmundi Davíð yfirsést: Hann er fulltrúi braskara og fjárglæframanna sem venjulegt sveitafólk hefur skömm á. Þó svo að Sigmundur Davíð telji sig geta keypt atkvæði jafnvel í heilu hreppunum með manni og mús með auð sínum þá er eins líklegt að flestir sjái gegnum glamrið og gífuryrðin sem hann hefur oft verið að skreyta sig með.

Mjög líklegt er að hinn almenni kjósandi á Austurlandi og austanverðu Norðurlandi velji flest annað en Framsókn fyrst hinn umdeildi formaður hyggst velja þessa leið. Rætur Sigmundar Davíðs er í undirheimum hermangs og spillingar. Sveitafólk hefur ætíð tekið slíku sendingum með tortryggni. Mjög sennilegt að svo verði einnig enda er hér eitt höfuðvígi VG sem lengi hefur gagnrýnt spillingaröflin vegna einkavæðingar bankanna, kvótakerfisins og annars sem allt átti til að leiða til bankahrunsins mikla á sínum tíma.

Góðar stundir!


mbl.is Sigmundur Davíð með 63%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 244215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband