Áróður Hagsmunasamtaka heimilanna

Á undanförnum dögum hafa svonefnd Hagsmunasamtök heimilanna beitt sér fyrir mikillri herferð með fremur ósmekklegum auglýsingum. Forsvarsmenn þeirra hafa fallið í slæma gildru: að draga til ábyrgðar þá stjórnmálamenn sem engan þátt áttu í bankahruninu og gátu á engan hátt komið í veg fyrir það eins og Geir Haarde hefði þó getað gert hefði hann staðið vaktina betur í aðdraganda hrunsins.

Auðvitað er meginástæðan ofmikil bjartsýni og óhófleg skuldsetning í aðdraganda hrunsins. Allt of margir trúðu á glórulítið hjal um nánast endalaust góðæri sem engan enda átti að taka. Meira að segja allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig þátt í þessari miklu bjartsýni og má benda á brask Þorgerðar Katrínar og manns hennar varðandi Kaupþing.

Hagsmunasamtök heimilanna virðist vera mjög pólitísk samtök sem virðast fremur gefa sig fram að grafa undan ríkisstjórninni fremur en að gæta hag allra heimila í landinu. Það eru nefnilega ekki öll heimili í landinu sem rekin hafa verið með lánsfé í góðæri. Sem betur fer eru það fjöldinn öll þar sem forðast er sem heitan eldinn að taka lán enda verða allir að gera sér ljóst að þau verði að endurgreiða.

Hægri menn og afturhaldstittar mættu hafa það sem Hólmsteinninn boðasði um árið: Hádegisverðurinn er ekki ókeypis - og við má bæta nema einhverjir aðrir borgi. Lánin eru lán en ekki gjöf.

Áfram góðar stundir með Jóhönnu og Steingrími!


mbl.is „Vandi okkar er mikill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefja útbreiðslu eða hefta lúpínu

Lúpína er stórfengleg landgræðslujurt þar sem vel á við. Líklegt er að sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar hafi áhyggjur af útbreiðslu hennar meðfram ám en fræin geta borist víða eftir aurum Markarfljóts og öðrum þverám hennar og lagt undir sig lágvaxnari gróður.

Þessi núningur milli vissra sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Skógræktar er því skiljanlegur en þarf að draga úr engu að síður en notkun varhugaverðugra efna eins og Roundup eitursins sem kemur fyrst og fremst framleiðanda og söluaðilum til góða.

Skiljanleg eru sjónarmið Skógræktarmanna sem hafa takmörkuð fjárráð en vilja engu að síður ná sem bestum árangri með sem minnstum útgjöldum. Notkun lúpínu er því vænleg leið en vegna aðstæðna á stöðum eins og Þórsmörk, þarf að fara varlega.

Góðar stundir.


mbl.is Lúpínan í Þórsmörk þrætuepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 244215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband