Hryllingurinn magnast í Austurlöndum nær

Stríðsátök eru tilefni fyrir hergagnaframleiðendur og sala til að auka hag sinn. Í dag eru Bandaríkjamenn orðnir langstærstir í framleiðslu og sölu hergagna í heiminum. Í frétt í RÚV á dögunum sagði m.a.:

Bandaríkjamenn eru langumsvifamestu vopnasalar í heimi, og árið sem leið sló öll met í sölu þeirra á herbúnaði og vígtólum til erlendra ríkja. New York Times segir alþjóðaviðskipti með vopn og vígbúnað hafa numið 85,3 milljörðum dollara í fyrra, jafnvirði 10.230 milljarða króna.

Bandaríkjamenn seldu langmest, eða liðlega þrjá fjórðu, fyrir 66,3 milljarða dollara, eða 7.950 milljarða króna. Rússar komu næstir þeim, seldu fyrir 4,8 milljarða dollara, 576 milljarða króna.

Árið 2011 var ekki aðeins metár í vopnasölu Bandaríkjamanna, hún jókst um hvorki meira né minna en 45 milljarða dollara frá því hittiðfyrra, en þá nam hún 21,4 milljörðum dollara.

Ástæðan er mikil viðskipti við þrjú ríki við Persaflóa; Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Óman. Þannig keyptu Sádi-Arabar 84 háþróaðar F-15 orrustuþotur af Bandaríkjamönnum í fyrra, tugi Black Hawk og Apache-þyrlna og mikinn loftvarnarbúnað, auk annars, samtals fyrir 33,4 milljarða dollara, jafnvirði 4.000 milljarða króna“.

Heimild: http://www.ruv.is/frett/bna-met-i-vopnasolu-i-fyrra

Grimmdin, hatrið og tortryggnin er sannkallað vatn á myllu kölska og þeirra myrkraafla sem vilja telja það til mannréttinda að eiga byssur. Flest alvarlegustu glæpaverkin hafa verið unnin af vopnuðum brjálæðingum sem virðast ekkert vita lengur hvað friður, gagnkvæmur skilningur, fyrirgefning og náungakærleikurinn er. Þessir eiginleikar teljum við vera mikilvægustu kostir sem kristnin hefur lagt til siðmenningarinnar.

En er vonin úti? Við skulum óska þess að einhver von sé til að afstýra þessari heimsku að berjast á banaspjótum.

Góðar stundir.


mbl.is Tyrkir gera árásir á Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 244217

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband