Uppblásinn fréttaflutningur

Óli Björn hefur lengi verið þekktur fyrir göslarahátt í skrifum sínum.

Greinilegt er að nú hyggst hann ná forskoti á aðra frambjóðendur í væntanlegu prófkjöri. Það þykir vera vænlegt að skamma ríkisstjórnina og draga hvert mál í þann búning sem hæfir í ævintýri H.C.Andersens þar sem nokkrar fjaðrir urðu að hænsnahóp.

Ríkisstjórnin hefur átt í miklum önnum við að hreinsa til eftir frjálshyggjupartíið í boði Sjálfstæðisflokksins. Þar er margs að gæta og þarf að velta öllum steinum. Ríkisendurskoðun hefur staðið sig að mörgu leyti mjög vel en í þessu máli er staðan nokkuð krítísk þegar bræður þrír koma þar við sögu, ríkisendurskoðandinn sjálfur og bræður hans sem sitja hvor sínum megin við borðið.

Að Óli Björn reyni að grafa undan formanni fjárlaganefndar er klækjabragð af hans hálfu. Hvort það takist skal ósagt látið en formaðurinn er varkár í störfum sínum þó hann mætti vera orðvarari sem er góður kostur sem flestir þingmenn mætti prýða.

Einhverju sinni kvað Sigurður Líndal að hlutverk sitt væri að forða þjóðfélaginu frá lélegum lögfræðingum. Því miður tókst honum það ekki. Lélegir þingmenn og þingmannsefni er fullmikið af því góða.

Góðar stundir.


mbl.is Pólitísk atlaga að Ríkisendurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 244217

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband