Á Mannréttindadómstóllinn að vera í þjónustu hrunmanna?

Landsdómsmálið gegn Geir Haarde var mjög eðlilegt framhald af bankahruninu. Hver bar mestu ábyrgðina eins og málin stóðu haustið 2008? Hann var dæmdur mjög vægilega, þar sem refsing var eiginlega nánast engin. Á reyndar Landsdómur lof skilið hvernig úr þessu máli var leyst á mjög mannlegum nótum sem Hæstiréttur mætti taka sér að mörgu til fyrirmyndar.

Auðvitað eru ekki allir sáttir hvernig mál fara. Til er fólk sem sér eftir ævisparnaði sínum sem hvarf í bankahruninu sem Geir Haarde átti sinn þátt í að varð. Þetta fólk hefur sumt hvert reynt að fá hagsmuni sína viðurkennda fyrir dómi en oft án nokkurs árangurs en mikils kostnaðar sem er mörgum óbærilegur. Hagsmunir þúsunda hafa orðið að engu, allt vegna kæruleysis og léttúðar vegna einkavæðingar bankanna.

Telji Geir Haarde sig hafa erindi að kæra vandræðamál sín til Mannréttindadómsstóls Evrópu þá er honum það auðvitað frjálst. En sjálfsagt kosta þessi málaferli offjár og ekki er líklegt að hann fá nokkuð annað en fyrirhöfnina og enn meiri fjárútlátin út úr þessu. Geir átti möguleika á að koma í veg fyrir hrunið eða draga verulega úr því og þessi „glæpur“ verður ekki tekinn af honum. En Geir iðrast einskis, hann telur að honum beri engin ábyrgð á bankahruninu þó svo margar tengingar eru við hann í aðdraganda hrunsins.

Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki ígildi „hundahreinsunar“ þar sem unnt er að fá heilbrigðisvottorð í tilfelli Geirs n.k. siðferðisvottorð að honum var bankahrunið óviðkomandi. Hann var sem forsætisráðherra yfirmaður Stjórnarráðsins og þar með framkvæmdavaldsins á Íslandi. Líkja má starfi Geirs sem skipsstjóra á skipi, „þjóðarskútunni“ sem strandaði illilega vegna kæruleysis skipsstjórans í aðdraganda hrunsins. Að siglingalögum ber skipsstjóri ábyrgð á skipi, áhöfn og farmi og ef hann sýnir eitthvað kæruleysi og léttúð í starfi sínu ber hann skilyrðislausa ábyrgð.

Sennilega muni ýmsir aumkast yfir Geir. Aðrir finnast þessi kærumál ekki vera honum til frægðarauka nema síður sé.

Mjög líklegt er að Mannréttindadómstóll Evrópu vísi þessu máli frá enda er ekkert í málaferlunum gegn Geir þar sem reynt var að halla máli gegn rétti hans. Ákæran byggðist á ítarlegri rannsókn og sökin fólst einkum í því aðgerðarleysi nefnilega að gera ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut, til að koma í veg fyrir hrunið eða draga úr því mikla tjóni sem það olli landsmönnum öllum.

Hafi Geir næga fjármuni að ráðstafa í þetta stúss er honum frjálst að eyða því í málarekstur sem kann að hafa meira tilfinningalegt fremur en praktískt gildi. Auðvitað er öllum annt um æru sína en um hana hefði Geir mátt kæra sig betur fyrri hluta árs 2008 og þangað til allt varð vonlaust að bjarga því sem bjargað varð. Aðdragandi hrunsins er nátengdur aðgerðarleysi Geirs sem hafði ýmsa möguleika til að vinda ofan af bankakerfinu og óráðsíu bankastjórnenda áður en allt varð um seinan.

Góðar stundir.


mbl.is Geir kærir til Mannréttindadómstóls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 244217

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband