Af hverju að auka glundroðann?

Eg skil ekki Ólaf Ragnar. Hann er aftur og aftur að auka glundroðann í þjóðfélaginu og breytt forsetaembættinu í pólitíska skotgröf.

Eftir hrunið hefur verið nógu erfitt að hreinsa til eftir léttúð íhaldsaflanna og koma samfélaginu aftur í réttar skorður. Ólafur Ragnar var ein mikilvægasta klappstýra útrásarvarganna sem grófu undan efnahagslífinu og efndu til hrunadansins mikla. Hann virðist ekki sjá samhengi hlutanna og er að grafa undan íslensku samfélagi og réttarríkinu.

Eiður Guðnason á heiður skilinn að benda á meinlokur Ólafs Ragnars sem verður sennilega minnst sem lakasta forsetans okkar. Því miður fer sagan þá leið að meta störf og ákvarðanir ráðamanna og líklegt er að hún kveði harðan dóm um embættisstörf hans. Hann átti kjörið tækifæri að bera klæði á vopnin og vera áfram sameiningartákn þjóðarinnar. Þá leið fór Ólafur ekki, vildi fremur breyta forsetaembættinu í pólitíska skotgröf til aðstoðar íhaldinu. Honum hefur tekist að sundra þjóðinni og hefði betur átt að sitja á strák sínum!

Með von um betri stundir.


mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að draga forsetaembættið ofan í pólitískar skotgrafir?

Fyrstu fjórir forsetar lýðveldisins reyndust afburðagóðir og sátu allir á friðarstóli. Aldrei tóku þeir afstöðu til eldfimra málefna, þeir sátu allir á strák sínum.

Með fimmta forsetanum, Ólafi Ragnari, hefur friðarstóllinn breyst í pólitískar skotgrafir. Í stað þess að staðfesta með undirskrift lög samþykkt á Alþingi er tekin upp sú stefna ekki einu sinni heldur þrívegis að skjóta málefni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira tilefni hefði verið að leggja undir þjóðaratkvæði aðrar mun mikilvægari málefni: ákvörðun um einkavæðingu bankanna, Kárahnjúkavirkjun og hvort lýsa ætti yfir stuðningi við Íraksstríð Blair og Bush.

Sagt er að betri er rýr sátt en engin. Samningarnir um Icesave voru ekki slæmir þegar í ljós kom að eignir virðast nægja úr þrotabúi gamla Landsbankans.

Enginn forseti íslenska lýðveldisins hefur skilið þjóðina í eins mikillri óvissu og Ólafur Ragnar. Við erum stöðugt í lausu lofti. Spyrja má um tilganginn? Hvaðan fær hann þessar furðulegu hugmyndir? Er hann kannski sá að grafa undan íslensku samfélagi og réttarríkinu?

Íhaldsmenn hefðu einhvern tíma litið á þetta grafalvarlegum augum en nú fagna þeir!

Ólafur hefur klofið þjóðina í tvær fjandsamar fylkingar. Nú má reikna með að ekki ríki lengur heiðríkja og hægviðri á Bessastöðum. Þar má búast við stöðugum skærum í pólitísku ofviðri ef fram horfir eins og verið hefur undanfarin misseri.

Með von um góðar og friðsamari stundir.


mbl.is Jón: ESB hluti af forsetakjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband