Greiðar upplýsingar í Geirsmáli

Kl.9.22 er þessi frétt komin á vefútgáfu Morgunblaðsins. Það teljast skjót viðbrögð.

Í alla nótt og allan morgun eru þúsundir Íslendinga á leiðinni ýmist í vinnu eða annarra starfa og komast vart leiðar sinnar. Farþegar um Leifsstöð komast hvorki lönd né leið klukkustundum saman. Fjölmörgum skólum á landsbyggðinni eru óstarfhæfir vegna veðurs og ófærðar. Enn er ekki ljóst hvernig færð er og hvernig fólki tekst að komast á milli. En á meðan getum við fylgst strax með nýjustu upplýsingum sem tengjast landsdómsmáli Geirs Haarde.

Þetta eru einkennilegar áherslur. Einnig er að ýmsu leyti furðulegt að vefútgáfan Visir.is greinir nú frá því að Baldur Guðlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupþing Singer&Friedlander, skráðu sig fyrir hlutafjáraukningu í BF-útgáfu um miðjan september síðastliðinn. Sú útgáfa er í eigu Aldar ehf., félags í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, en hann var áður eini eigandi útgáfunnar.

Nánar um þetta er á slóðinni: http://www.visir.is/baldur,-armann-og-kjartan-nyir-eigendur-/article/2012120129195

Augljóst er að Hádegismóarnir fylgjast betur með sínum mönnum en því sem meira skiptir fyrir þjóðina. Sleppa öðru sem ekki er þeim jafn hagstætt eins og viðkvæmum upplýsingum sem tengjast umdeildum mönnum við Sjálfstæðisflokkinn. Í hugum flestra er mál Geirs þannig farið, að sennilega verði það best í höndum Landsdóms. Í Fréttablaðinu í dag er t.d. mjög velrituð grein eftir Arnbjörgu Sigurðardóttur héraðsdómslögmann: Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde. Skyldi ekki vera meiri þekking á mannréttindum og stjórnskipunarrétti meðal dómenda í Landsdómi en víðast hvar annars staðar? Ef ákæran verður dregin til baka þá verður Geir og Sjálfstæðisflokknum sjálfsagt endalaust núið um nasir um undirferli og pukur gagnvart þjóðinni. Ef Landsdómur fær frið fyrir hamagangi Bjarna Ben. og fleiri vina og vandamanna Geirs þá verður hann annað hvort dæmdur sekur eða sýknaður „að bestu manna yfirsýn“. Þessi uppákoma virðist öll því marki brennd að Sjálfstæðisflokkurinn kappkosti með öllum ráðum og dáðum að koma í veg fyrir að Landsdómur dæmi í þessu vægast sagt einkennilega máli.

Áherslur fjölmiðla eru eðlilega mismunandi. En Hádegismóastefnan á sér fáa formælendur.

Með þeirri frómu ósk að Bjarni sjái sóma sinn í að draga þingsályktun sína til baka. Hún er mjög vanhugsuð enda ekki í samræmi við sjónarmið Bjarna í máli 9 menninganna. Þar fer hann í gróft manngreiningarálit og honum til mikils vansa.

Þá er óskandi að þeir þúsundir landar okkar nái í áfangastað heilir á höldu gegnum miskunnarlausan veðurofsa og ófærð.

Vinsamlegast og góðar stundir!

Mosi


mbl.is Þingið getur afturkallað ákæruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband