Landlæknir grípi til neyðarréttar

Ljóst er að töluvert er um vitaóþarfa aðgerðir. Brjóstastækkanir ungra kvenna á þannig að vera gjörsamlega óþarfar. Brjóstin stækka þegar náttúran segir til sín þegar tíminn er upprunninn. Öðru máli er í þeim tilfellum þar sem krabbamein hafa valdið konum þjáningum og böli.

Hversu margar aðgerðir skyldu vera þarflausar?

Í dag standa málin þannig, að umsvifamesti læknirinn í brjóstastækkunum sem er jafnframt innflytjandi iðnaðarsilikons sem hefur verið notað í brjóstastækkanir er kominn í veikindafrí. Á meðan bíða hundruðir kvenna í fullkominni óvissu um stöðu mála. Landlækni ber að nálgast þau gögn nú þegar sem umræddur læknir hefur undir höndum enda er um mjög þýðingarmiklar upplýsingar um aðgerðir sem þessar konur gengust undir. Hér getur verið um líf að tefla enda er óvissan það versta sem einstaklingurinn lendir í.

Spurning er hvort þessi gögn séu háð eignarrétti viðkomandi læknis eða þeirra kvenna sem hann framkvæmdi aðgerðir á? Í öllu falli á landlæknir að grípa til neyðarréttar og fá afhent nú þegar þau gögn og upplýsingar sem varða skjólstæðinga þessa læknis enda er hann virðist vera í löngu veikindafríi.

Einnig er ljóst, að einkarekin þjónusta skrapar saman tímabundnum gróða en samfélagið ber skaða af þegar mistök verða.

Mér finnst mjög einkennilegt, að sá stjórnmálaflokkur sem lengst af var stærstur og umsvifamestur í samfélaginu, lætur þetta mál ekki ganga fyrir flestum öðrum. Hann beitti sér lengi í þágu frelsis og þjóðfélasgslegs öryggis. Kannski það séu orðin tóm. En afglöp eins manns eru flokknum mikilvægari en hagsmunir almennings. Ef til vill er þetta mál honum erfitt.

Hvað skyldi styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór, fyrrum heilbrigðisráðherra segja um þessi mál? Hann hefur tjáð sig fjálglega um flest mál önnur en þau sem varða heilbrigði og öryggi allra þegnanna.

Þegar um heilbrigði og öryggi landsmanna er að ræða þá ber að krefjast þess að viðkomandi læknir afhendi landlækni öll gögn sem varða sjúklinga hans. Ef ekki, þá ber landlækni hiklaust að beita neyðarrétti til að tryggja varðveislu og aðgengni þessara gagna.


mbl.is 550 brjóstaaðgerðir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband