Hvers vegna var Pétur Blöndal ekki agndofa yfir einkavæðingu bankanna?

Pétur H. Blöndal er að mörgu leyti hinn besti maður en oft er hann seinheppinn með yfirlýsingar sínar eins og þessa. Hvað sagði hann um kvótakerfið og þegar Halldór Ásgrímsson og fleiri heimiluðu að gera það að féþúfu? Hvað sagði Pétur H. Blöndal um einkavæðingu bankanna en bæði þessi mál marka stefnuna beint í glötunina sem framkallaðist í bankahruninu mikla!

Núverandi stjórnarandstaða hefur verið seinþreytt til vandræða að finna allt til foráttu sem núverandi ríkisstjórn hefur breytt til batnaðar. Auðvitað hefði mörgu mátt breyta á betri veg eins og að koma í veg fyrir að vogunarsjóðir og braskarar yfirtóku bankana og fjármunafyrirtækin eins og Atorku. Hvar var Pétur H. Blöndal staddur þá? Var hann kannski í boði einhverra braskara, kannski í aflandsnýlendum þar sem gríðarmiklu fé var komið undan? Er hann að einhverju leyti meðvirkur í braskinu sem leiddi af sér bankahrunið mikla og skildi sparifjáreigendur sem lögðu fé í hlutafé, varð einskis virði?

Oft eru menn og meira að segja alþingismenn að hlaupa á sig. Oft ættu þeir sömu að sitja á strák sínum fremur að hlaupa upp milli handa og fóta með einhverjar yfirlýsingar sem eru ekkert annað en vindhögg!

Einkavæðing bankanna var meginmistök ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Þar var meira kapp en forsjá þar sem öll ríkisstjórnin steinsvaf á verðinum við að afhenda braskaralýð bankana. Meira að segja voru kaupendum bankanna veittur ríflegur afsláttur.

Gott væri að Pétur H. Blöndal sem er sagður vera afburða góður stærðfræðingur  reiknaði út annars vegar hvað bankahrunið kostaði íslensku þjóðina annars vegar. Hins vegar hvaða tekjur ríkissjóður hafði af sölunni. Líklegt er að tekjuhliðin sé mjög vanmetin en tapið jafnvel enn meira.

Einkavæðingin reyndist okkur rándýr.

Góðar stundir með Jóhönnu og Steingrím í Stjórnarráðinu!


mbl.is Agndofa yfir ríkisstjórnarkaplinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ólafur Ragnar aðalandstæðingur ríkisstjórnarinnar?

Þegar núverandi stjórnarflokkur tóku við stjórnartaumunum í Stjórnarráðinu með versta tannfé í sögu lýðveldisins var stjórnarandstaðan bæði reikul og ráðvillt. Spillingin í kringum einkavæðingu bankanna dróg sinn dilk á eftir sér og hæst bar Icesave vitleysan. Ríkisstjórnin hugðist leysa þessi mál með samningum með því hugarfari að betri er rýr sætt en engin. Í ljós hefur komið að nægar innistæður eru fyrir hendi í þrotabúi gamla Landsbankans ef þessir samningar hefðu gengið eftir eins og stjórnmálamenn þeir sem líta á þessi vandræði með ísköldum en raunsæjum augum.

En þá geysist bóndinn á Bessastöðum fram, sér aumur á stjórnarandstöðunni og tekur af skarið. Miklar æsingar hafa verið uppi og fullyrða má að brotið blað sé í sögu forsetaembættisins: Lengi vel var forsetinn sameriningartákn, nú er hann meira tákn sundrungar og tortryggni.

Ríkisstjórninni hefur tekist hins vegar furðulega vel að koma vandræðum og kæruleysi fyrri ríkisstjórnar í ásættanlegra horf. Skuldir ríkissjóðs fara minnkandi, tekjuhalli dregst stórlega saman, unnt hefur verið að hemja dýrtíðina og tryggja kaupmátt launa nokkurn veginn en það það besta er: unnt hefur verið að varðveita velferð samfélagsins: heilbrigðiskerfið, menntakerfið og allt sem því fylgir, þar hefur ekki verið rifið niður eins og íhaldsmenn vilja gjarnan og einkavæða sem mest þar sem vænta má gróða.

Hins vegar hefur ríkisstjórninni ekki tekist að draga úr atvinnuleysi þó tölur um atvinnuleysi séu eitthvað að lækka.

Viðhorf Íslendinga gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu hafa lengi verið blendin. Við högnuðumst nokkuð vel á EFTA samstarfinu og eiginlega má segja það sama um EES. Sem stendur höfum við tengst Efnahagsbandalaginu nokkuð náið og spurning hvort við viljum ganga alla leið. Við eigum að líta ísköldum og raunsæjum augum á kosti og galli en ekki gera okkur fyrirfram skoðanir. Ekkert er ljóst í hendi fyrr en samið hefur verið um sérþarfir Íslendinga og skipta þar fiskveiðar okkar þar eðlilega mestu.

Innan EBE er aukinn skilningur gagnvart Íslendingum sérstöðu þeirra og þörfum. Við erum fámenn þjóð og skiljanlegt að margir sýna EBE tortryggni og að við verðum þar með valdalausir. Hinu má ekki gleyma, að betra er sanngjarnt erlent vald en innlent vald sem mismunar þegnum sínum. Eitt af markmiðum EBE er að draga sem mest úr spillingu tengt valdi og þar með má vænta að hagur okkar hvað það viðvíkur verði betri.

Þá er mikill ávinningur með fjárhagslegum stöðugleika með sameiginlegri mynt en það er tómt mál meðan við höfum ekki fullnægt skilyrðum sem kennd eru við Maastrickt. Hollt er okkur að stefna að fullnægja eftir sem áður þeim skilyrðum.

Einnig má ekki gleyma að innan EBE hefur verið unnið mjög mikilvægt og dýrmætt starf til að efla mannréttindi, umhverfismál og félagsleg réttindi.

Þá eru ókostirnir: Ljóst er að aðild geti orðið okkur dýrari en hagnaðurinn. Við missum að einhverju leyti sjálfsákvörðunarrétt okkar en á móti stöndum við sem hluti stórrar heildar betur að vígi gegn ágirni stórveldanna í vestri og austri. Við Íslendingar höfum t.d. orðið þess augljóslega varir að kínversk stjórnvöld vilja gjarna koma sér betur fyrir hér á Íslandi og líta á landið sem kjörinn vettvang til að styrkja hagsmuni sína. Kínverjar reka hér fjölmennasta sendiráðið sem er jafnvel fjölmennara en það bandaríska!

Það er mikilsvert að við skoðum alla kosti og galla aðildar að EBE þegar ljóst er að samningar hafa verið gerðir, að sjálfsögðu með fyrirvara um staðfestingu Alþingis og þjoðaratkvæðagreiðslu.

Því skiptir engu máli hvað forsetinn okkar eða fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrum andstæðir pólar íslenskra stjórnmála, kunna að fallast í faðma nú á þessari stundu.

Ástandið í þjóðmálum minnir að mörgu leyti á deilumálin í stjórnmálum á öndverðri síðustu öld.

Góðar stundir!


mbl.is Styrmir: Forsetinn öflugur liðsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband