Betri neytendavernd innan EBE?

„Reglugerðarfargan“ Efnahagsbandalagsins tekur á málum sem þessum. Efnahagsbandalagið tekur á þessum málum. Þar er skýrt tekið á hvað er heimilt og hvað ekki. Auðvitað á að gera ströngustu skilyrði til matvælaframleiðslu og spurning er hvort framleiðsla Ölgerðarinnar sé að einhverju leyti aðfinnanleg jafnvel gölluð þegar þeir klikka svona svakalega á að flytja iðnaðarsalt og selja áfram til framleiðslu matvæla. Hefur Ölgerðin sjálf notað iðnaðarsalt  eða önnur lakari og ódýrari hráefni til framleiðslu sinnar þegar ber að nota það besta?

Auðvitað er iðnaðarsalt þetta ekki bráðdrepandi en það er ekki eins hreint og salt sem framleitt er til matvælaframleiðslu.

Á dögunum kom annað dæmigert neytendaál þar sem tilbúinn áburður kemur við sögu. Í fyrstu var brugðist þannig við að ekki átti að birta opinberlega niðurstöðu rannsókna eins og tíðkaðist fyrrum þegar neytendum kom svona lagað ekki við. En nú krefst samtíðin að nú sé allt lagt á borðið og málin upplýst.

Ljóst er að bestu fosfatnámur heims eru nánast uppurnar og þá er næst snúið sér að tæma það sem er næstbest. En hreinleikinn er það sem máli skiptir og það ættu ölgerðarmenn að átta sig best á.

Við minnumst maðkaða mjölsins í sögu Einokunarverslunarinnar og skemmdu kartaflanna sem Grænmetisverslun ríkisins (einokunarverslun) flutti inn löngu seinna sem seldar voru hérlendis til manneldis en erlendis sem svínafóður. Þetta þótti á sínum tíma nógu gott handa neytendum á Íslandi! Auðvitað var heilmikill gróði af maðkaða mjölinu og kartöflusvínafóðrinu sem viðkomandi einokunarverslanir héldu enda neytendavernd ekki komin til sögunnar.

Ef einhver dugur væri í íslenskum neytendum myndu þeir sniðganga þá aðila sem flytja inn eða framleiða og selja gallaða vöru. En við eigum langt í land. Kannski við lærum þessa lexíu betur þegar við erum loksins komin í Efnahagsbandalagið.

Hygginn kaupmaður veit að hann selur gallaða vöru aðeins einu sinni. Og hann má reikna með að ef vara reynist gölluð, getur það haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.

Góðar stundir.


mbl.is Segir iðnaðarsaltið ekki hættulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband