Ferðaþjónustan blómgast

Segja má að ferðaþjónusta á Íslandi er vöxtulegasti atvinnuvegurinn í dag. Við getum tekið sífellt á móti fleiri ferðamönnum með hverju árinu sem líður. Fjárfesting í þessari grein er mun ódýrari bak við hvert starf en í stóriðju kostar það hundruði milljóna fjárfestingar. Við getum á okkar forsendum aukið ferðaþjónustuna og sniðið okkar þjónustu að þörfum og væntingum ferðamanna.

Nú er svo komið að stærsta fyrirtækið í ferðabransanum, Flugleiðir, verður að fjölga starfsfólki sínu um allt að 400 manns. Þetta er áþekkur fjöldi og starfar í álbræðslu! Nú hlýtur álbræðsluáhugamönnum að verða fátt um svör þegar þeir eru að hjala seint og snemma um „að koma hjólum atvinnulífsins af stað“. Víðar eru „hjól atvinnulífsins að snúast“ en í álbræðslunum, spurning hvort þau snúist jafnvel ekki hraðar í ferðaþjónustunni?

Spurning er hvenær hingað koma 1.000.000 ferðamenn árlega. Má jafnvel reikna með því að ekki líða mörg ár að það verði staðreynd.

Ferðaþjónustan er skemmtilegt og gefandi starf. Miðað við vinnu í álbræðslu er það hollt og sálarlífgandi andstætt við sálarlaust álver.


mbl.is Erlendir ferðamenn aldrei fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggð við ysta haf

Ótrúlegt að enn skuli Árneshreppur á Ströndum vera enn í byggð allt árið. Þarna er ábyggilega mjög fagurt á sumrin, en yfir vetrartímann, þá hlýtur þetta byggðarlag að vera með þeim afskekktari í landinu. Að hugsa sér að næsta vetrarþjónusta verður ekki fyrr en í mars! En fólk þrífst þarna og ef því líður vel, þá á það að fá að vera þar svo lengi sem vilji er og heilsa leyfir.

Þegar eg starfaði á póstinum þá var póstur sendur flugleiðis á Gjögur, Finnbogastaði og Norðurfjörð. Ekki veit eg hvernig það er núna en opinber þjónusta við  afskekkt byggðarlög hlýtur að vera mjög dýr. Atvinna fremur einhæf og sjálfsagt fyrst og fremt tengt sauðfénaði og eitthvað sjávarnytjum, ferðaþjónusta á sumrin sem vonandi vex með hverju árinu sem líður.

Verð að viðurkenna að aldrei hefi eg komist norðar en í Bjarnarfjörð. Sambýlismaður ömmu minnar sálugu sem bjó á Akranesi var frá Krossnesi. Hann var af þeirri frægu ætt sjósóknara sem kennd hefur verið við Ófeigsfjörð, hákarlaveiðimenn og dugnaðarforka. Eg minnist úr því ágæta húsi á Akranesi málverks frá Trékyllisvík þar sem Reykjahyrna var áberandi handan víkurinnar. Nánast hverju sinni sem eg svaf í húsi þeirra, var málverkið sem sofnað var frá og aftur vaknað við að morgni.


mbl.is Vegurinn opnaður vegna jarðarfarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðist lítil siðblind mús?

Að bætt sé við einu starfi sem kosið verður til, breytir engu. Sjálfstæðisflokkurinn byggir á sömu forsendum og áður, sömu hugmyndunum og sömu viðhorfunum og áður.

Er Bjarni virkilega svo einfaldur að unnt sé að hverfa frá ábyrgðarleysinu gagnvart hruninu, svikunum gagnvart Íslendingunum varðandi einkavæðingu bankanna þegar þeir eru afhentir fjárglæframönnum, kvótakerfinu sem kom þessum sama braskaralýð á bragðið, spillingunni sem grasseraði í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins 1991-2009?

Ef svo er, þá er trú Bjarna Benediktssonar mikil. Að fjölga einum manni í liði forystusauða siðblinds flokks, breytir engu þó fæðist ofurlítil mús.

Flokkurinn á sér mörg góð fyrirheit en þau eru löngu gleymd og glötuð.

Ein lítil mús í fyrrum stærsta stjórnmálaflokki landsins breytir engu.


mbl.is Kosið í nýtt embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband